Erlent

Meirihluti Spánverja vill atkvæðagreiðslu um konungdæmið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mörg þúsund manns hafa safnast saman í miðborg Bilbao og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu
Mörg þúsund manns hafa safnast saman í miðborg Bilbao og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu VISIR/AFP
Framtíð spænska konungdæmisins hefur mikið verið á milli tannanna á Spánverjum í kjölfar afsagnar Juan Carlos Spánarkonungs þann 2. júní síðastliðinn. 

Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar, eða um 62 prósent, vilja að „einhvern tímann“ skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla sem muni ákveða hvort Spánn verð áfram konungdæmi eður ei. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem spænska dagblaðið El Pais lét framkvæma á dögunum og The Guardian greinir frá. 

Mörg þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Madríar og kröfðust slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu einungis örfáum klukkustundum eftir að konungurinn ákvað að stíga til hliðar og fá syni sínum krúnuna í hendur. Samskonar mótmæli áttu sér svo aftur stað nú á laugardag. Áætlað er að Felipe krónprins taki við af föður sínum þann 19. júní næstkomandi en þrátt fyrir fyrrgreind mótmæli nýtur hann meiri stuðnings meðal þjóðarinnar en fráfarandi konungur.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu El Mundo, eru 70 prósent Spánverja ánægðir með krónprinsinn, en aðeins 41 prósent með kónginn. Ánægja Spánverja með konungdæmið hefur minnkað mikið á liðnum árum en þar spilar ímynd Juans Carlos stóra rullu vegna hneykslismála sem farið hafa illa í þjóðina.

Meðal annars þótti mörgum harla óskynsamlegt af konunginum að bregða sér í fílaveiðiferð árið 2012, einmitt á meðan Spánverjar þurftu að glíma við erfiðustu efnahagsþrengingar seinni ára. Fram til þessa hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, ekki viljað setja framtíð konungdæmisins í þjóðaratkvæði en hann byggir skoðun sína einna helst á þeim stuðningi sem konungsveldið naut við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár landsins árið 1978.


Tengdar fréttir

Konungur segir nóg komið

Jóhann Karl Spánarkonungur boðar afsögn sína. Syni falið að taka við. Hann hefur ríkt í 39 ár og naut lengi vinsælda og virðingar, ekki síst fyrir þátt sinn í því að tryggja að lýðræði tæki við af einræðisherranum Franco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×