Erlent

Eldgos hafið í Indónesíu

Birta Björnsdóttir skrifar
Gosmökkurinn reis hundruði metra upp í loftið.
Gosmökkurinn reis hundruði metra upp í loftið. Mynd/Muh Ihsanul Yakin
Eldgos hófst í fjallinu Sangeang Api í Indónesíu í gær en samnefnd eyja lagðist í eyði eftir gos árið 1988.

Um er að ræða býsna kröftugt eldgos sem hefur umtalsverð áhrif á nærliggjandi svæði. Og ekki bara þar því gosmökkurinn hefur haft lamandi áhrif á flugsamgöngur víða í Suðaustur-Asíu og Ástralíu.

Þó nokkur flugfélög hafa þurft að aflýsa öllu sínu flugi.

Ástandið er mjög slæmt í norðurhluta Ástralíu.

Ljóst þykir að eldgosið kemur til með að hafa áhrif á flugsamgöngur í fjölda landa á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×