Innlent

Allir starfsmenn Hvamms endurráðnir í Hrísey

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/friðrik
Fyrirtækið K&G í Sandgerði hefur keypt upp allar eignir og kvóta útverðarfélagsins Hvamms í Hrísey en Hvammur sagði upp 15 starfsmönnum í febrúar á þessu ári.

Þeir verða allir endurráðnir en þetta kemur fram í frétt hjá RÚV.

Uppsagnirnar voru gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið i Hrísey, en Hvammur er stærsti vinnustaður eyjunnar.

Þær áttu að taka gildi um næstu mánaðarmót en nú er ljóst að starfsfólkið mun halda vinnu sinni.


Tengdar fréttir

13 manns sagt upp í Hrísey

Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×