Innlent

13 manns sagt upp í Hrísey

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Friðrik
Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. Á vef RÚV segir að þetta hafi verið tilkynnt á starfsmannafundi í fyrirtækinu í morgun.

Auk þeirra 15 sem starfa í fiskverkun, starfa tveir sjómenn hjá fyrirtækinu. Þröstur Jóhannsson, einn eigenda Hvamms, segir við RÚV að starfsfólkið hafi þriggja mánaða uppsagnarfest. Að öllu óbreyttu taki uppsagnirnar því gildi 1. júní. Hvammur er í frystihúsi sem byggt var af KEA árið 1936 og starfsemi fyrirtækisins í húsinu hófst snemma árs 2012. Fyrirtækið hefur starfað í um 14 ár.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir samfélagið i Hrísey, en Hvammur er stærsti vinnustaður eyjunnar. Einn íbúi sem fréttastofa ræddi við sagði um 20 manns hafa flutt frá bænum á síðasta ári og að atvinnu vantaði í eyjunna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×