Sögulegur sigur Ancelottis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 13:00 Carlo Ancelotti með Evrópubikarinn sem hann hefur unnið þrisvar sem þjálfari og tvisvar sem leikmaður. Vísir/Getty Sem kunnugt er fagnaði Real Madrid sínum tíunda Meistaradeildartitli í gær eftir 4-1 sigur á Atletico Madrid í framlengdum úrslitaleik á Leikvangi ljóssins í Lissabon.Carlo Ancelotti og lærisveinar hans bundu þar með enda á tólf ára bið Real Madrid eftir Meistaradeildartitli, en Madrid varð síðast Evrópumeistari vorið 2002 eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Zinedine Zidane skoraði sigurmark Madrid í leiknum með glæsilegu vinstri fótar skoti eftir fyrirgjöf Robertos Carlos, en Zidane er núverandi aðstoðarþjálfari Real Madrid. Sigurinn var einnig sögulegur fyrir Ancelotti, en hann hefur nú unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang sem þjálfari, tvisvar með AC Milan (2003 og 2007) og einu sinni með Real Madrid. Ancelotti varð einnig tvisvar meistari sem leikmaður með AC Milan, 1989 og 1990, og hefur því fimm sinnum orðið Evrópumeistari með einum eða öðrum hætti. Ancelotti hefur nú unnið Meistaradeildina jafn oft og Bob Paisley gerði á sínum tíma. Paisley stýrði Liverpool til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða (forvera Meistaradeildarinnar) 1977, 1978 og 1981. Ancelotti varð sömuleiðis í gær fimmti þjálfarinn til að gera tvö lið að Evrópumeisturum, en áður höfðu Ernst Happel, Ottmar Hitzfeld, Jose Mourinho og Jupp Heynckes afrekað hið sama.Þjálfarar sem hafa gert tvö lið að Evrópukeppni:Ernst Happel - 1970 (Feyenoord) og 1983 (Hamburg) Ottmar Hitzfeld - 1997 (Borussia Dortmund) og 2001 (Bayern München) Jose Mourinho - 2004 (Porto) og 2010 (Internazionale) Jupp Heynckes - 1998 (Real Madrid) og 2013 (Bayern München) Carlo Ancelotti - 2003, 2007 (AC Milan) og 2014 (Real Madrid) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Sem kunnugt er fagnaði Real Madrid sínum tíunda Meistaradeildartitli í gær eftir 4-1 sigur á Atletico Madrid í framlengdum úrslitaleik á Leikvangi ljóssins í Lissabon.Carlo Ancelotti og lærisveinar hans bundu þar með enda á tólf ára bið Real Madrid eftir Meistaradeildartitli, en Madrid varð síðast Evrópumeistari vorið 2002 eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Zinedine Zidane skoraði sigurmark Madrid í leiknum með glæsilegu vinstri fótar skoti eftir fyrirgjöf Robertos Carlos, en Zidane er núverandi aðstoðarþjálfari Real Madrid. Sigurinn var einnig sögulegur fyrir Ancelotti, en hann hefur nú unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang sem þjálfari, tvisvar með AC Milan (2003 og 2007) og einu sinni með Real Madrid. Ancelotti varð einnig tvisvar meistari sem leikmaður með AC Milan, 1989 og 1990, og hefur því fimm sinnum orðið Evrópumeistari með einum eða öðrum hætti. Ancelotti hefur nú unnið Meistaradeildina jafn oft og Bob Paisley gerði á sínum tíma. Paisley stýrði Liverpool til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða (forvera Meistaradeildarinnar) 1977, 1978 og 1981. Ancelotti varð sömuleiðis í gær fimmti þjálfarinn til að gera tvö lið að Evrópumeisturum, en áður höfðu Ernst Happel, Ottmar Hitzfeld, Jose Mourinho og Jupp Heynckes afrekað hið sama.Þjálfarar sem hafa gert tvö lið að Evrópukeppni:Ernst Happel - 1970 (Feyenoord) og 1983 (Hamburg) Ottmar Hitzfeld - 1997 (Borussia Dortmund) og 2001 (Bayern München) Jose Mourinho - 2004 (Porto) og 2010 (Internazionale) Jupp Heynckes - 1998 (Real Madrid) og 2013 (Bayern München) Carlo Ancelotti - 2003, 2007 (AC Milan) og 2014 (Real Madrid)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26
Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30
Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01