Erlent

Mikið mannfall í Donetsk

Birta Björnsdóttir skrifar
Herinn í Úkraínu náði í dag stærsta flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald eftir að hópur aðskilnaðarsinna, sem fara með sjálfskipað vald í Donetsk, tók flugvöllinn yfir í gær.

Ljóst er að talsvert mannfall varð í röðum aðskilnaðarsinna í aðgerðum Úkraínuhers.

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins er því haldið fram að 30 manns hafi látist en uppreisnarmenn segja fjölda látinna nær fimmtíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×