Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 0-0 | Steindautt jafntefli Kristinn Páll Teitsson á Samsung-vellinum skrifar 12. maí 2014 13:52 Harry Monaghan, miðjumaður Víkings. Vísir/DAníel Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira