Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 0-0 | Steindautt jafntefli Kristinn Páll Teitsson á Samsung-vellinum skrifar 12. maí 2014 13:52 Harry Monaghan, miðjumaður Víkings. Vísir/DAníel Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira