Erlent

Ungt fólk hvatt til kosninga með ofbeldi og kynlífi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í upphafi myndbandsins má sjá það sem vakið hefur hvað mesta hneykslan. Þar má sjá Kosningamanninn uppi í rúmi umkringdan nöktum konum.
Í upphafi myndbandsins má sjá það sem vakið hefur hvað mesta hneykslan. Þar má sjá Kosningamanninn uppi í rúmi umkringdan nöktum konum.
Myndband sem á að hvetja dönsk ungmenni til þess að taka þátt í kosningunum til Evrópuþingsins 25. maí næstkomandi var fjarlægt af YouTube-vef danska þingsins eftir að hafa verið þar aðeins stutta stund.  

Myndbandið vakti bæði athygli og gagnrýni enda er það nokkuð gróft. Myndbandið fjallar um Kosningamanninn eða „Voteman“ sem neyðir fólk til þess að fara og kjósa. Það gerir hann með ofbeldi og hótunum.

Í upphafi myndbandsins má sjá það sem vakið hefur hvað mesta hneykslan. Þar má sjá Kosningamanninn uppi í rúmi umkringdan nöktum konum.

Myndbandið kostaði um fjórar milljónir íslenskra króna í gerð.

„Við erum að reyna að ná til unga fólksins,“ sagði Mogens Lykketoft þingforseti. „Það skiptir miklu máli að margir taki þátt og því skiptir aðferðin til að ná til fólksins máli.“

Hann viðurkenndi að sum atriði myndbandsins gegnu of langt. „Það var rætt um þetta í þinginu. Mér finnst þetta nú ósköp saklaust og maður hefur séð það miklu verra.“

„Myndbandið þarf að vera skemmtilegt og fyndið svo skilaboðin komist á leiðarenda,“ sagði Mogens. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×