Erlent

Hús sprakk í New Hampshire

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/SKJÁSKOT
Lögreglumaður sem kallaður var að heimili í Brentwood í New Hampshire á mánudaginn var vegna heimilisófriðar var skotinn til bana. Húsið brann og sprakk síðar. Sprengingin náðist á myndband.

Sá sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumanninn er hinn 47 ára gamli Michael Nolan. Talið er að hann hafi látist í sprengingunni.

Vitni segjast hafa heyrt þegar hleypt var af skotvopnum eftir að lögreglumaðurinn mætti á staðinn.

Hér fyrir neðan og í fréttunum sem vísað er í hér að ofan má sjá myndband af sprengingunni:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×