Erlent

Að þvinga maka til kynlífs ekki nauðgun í Indlandi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fjölmörg mótmæli hafa verið vegna þess hvernig tekið er á nauðgunarmálum í Indlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fjölmörg mótmæli hafa verið vegna þess hvernig tekið er á nauðgunarmálum í Indlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. VÍSIR/GETTY
Að þvinga maka sinn til kynmaka er ekki nauðgun í Indlandi samkvæmt dómi dómstóls í Dehli. Dómurinn var birtur síðasta laugardag. Frá þessu er meðal annars sagt á fréttasíðunni The New York Times. 

Dómurinn byggir á ákvæði indversku refsilöggjafarinnar þar sem fram kemur að kynlíf manns með eiginkonu sinni sé ekki nauðgun sé hún eldri en fimmtán ára.

Aðdragandi málsins er að kona kærði mann fyrir nauðgun. Hún sagði hann hafa byrja sér ólyfjan, numið sig á brott á stað þar sem hann skráði hjúskap þeirra. Á eftir hafi hann nauðgað henni. Átti þetta að hafa gerst síðasta haust.

Maðurinn sem konan ásakaði sagði að þau hefðu gengið í hjúskap árið 2011. Fjölskylda konunnar hefði verið vitni að athöfninni. Þau hafi þó ekki skráð hjúskapinn formlega fyrr en á síðasta ári. Hann sagði jafnframt að ákveðnir fjölskyldumeðlimir konunnar hefðu þrýst á hana að kæra hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×