Innlent

Aðgerðir flugmanna verði ólöglegar á hádegi á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/GVA/Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun kynna lagafrumvarp vegna verkfallsaðgerða flugmanna Icelandair að loknum eldhúsdagsumræðum í kvöld.

Hanna Birna gerði stjórnarandstöðunni grein fyrir stöðu mála á þriðja tímanum í dag. Í samtali við fréttastofu staðfesti Hanna Birna að stjórnarandstaðan myndi ekki setja sig upp á móti lagafrumvarpinu. Reikna má með því að málið fái því hraða meðferð á þingi.

Frumvarpið mun fara fyrir þingnefnd í fyrramálið og reikna má með því að lögin verði samþykkt á Alþingi um hádegisbil á morgun. Um leið verða aðgerðir flugmanna Icelandair orðnar að ólöglegum hlut. Lögin fara svo fyrir forseta Íslands til staðfestingar.

Næsta verkfallsaðgerð flugmanna Icelandair var fyrirhuguð á föstudag.


Tengdar fréttir

Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu

Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag.

Segir þrýsting í fjölmiðlum ekki hafa áhrif

Lögregla þurfti að kalla á liðsauka þegar um tuttugu manns mótmæltu harðlega ómannúðlegri meðferð á Izekor Osazee, hælisleitanda frá Nígeríu, í Innanríkisráðurneytinu í dag. Innanríkisráðherra segir málið hafa sérstöðu

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×