Innlent

Ríkisstjórnin ræðir lagasetningu á verkfall flugmanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkisstjórnin fundar núna í stjórnarráðinu.
Ríkisstjórnin fundar núna í stjórnarráðinu.
Ríkisstjórnin settist á fund klukkan eitt eftir að ríkisstjórnarfundur var boðaður í hádeginu með litlum fyrirvara.

Heimildir fréttastofu herma að þar sé til umræðu væntanleg lagasetning á verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. 

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir í hádeginu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, vildi ekki tjá sig við fréttamann 365 eftir fundinn en býst við því að gefa kost á viðtölum eftir að hún hefur rætt við forseta Alþingis síðar í dag.


Tengdar fréttir

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×