Ennþá von í kjaradeilu grunnskólakennara: "Menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. maí 2014 18:36 Allt stefnir í sólarhringsverkfall grunnskólakennara á morgun, en þeir munu leggja niður störf ef ekki nást samningar í kvöld. Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar og formaður Félags grunnskólakennara segir að kennarar muni þá láta heyra rækilega í sér. Samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fast að miðnætti í gærkvöldi og hófu aftur viðræður í morgun. Fundað hefur verið í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag en engin niðurstaða liggur fyrir. Óvissa ríkir því um vinnudag morgundagsins hjá 43 þúsund grunnskólanemum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokast hafi í samningsátt síðustu daga en launaliðurinn sé eftir. „Við erum að tala saman og þá er ennþá von. Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta hafist ekki en það er heldur ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta takist,“ segir hann. Frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar í næstu og þarnæstu viku en allherjarverkfall er ekki inni í myndinni eins og er. „Það er ekki útilokað að þetta hafist í kvöld en það er dálítið eftir og fólk verður bara að fylgjast með fréttum og heimasíðum í kvöld og í fyrramálið ef svo ber undir,“ segir hann. Búist þið við að vera hérna í nótt? „Ef á þarf að halda þá gerum við það. Við gerum allt sem við getum til að forða okkur frá vinnustöðvun,“ segir Ólafur. Baráttuhugur er í kennurum og útifundir hafa verið skipulagðir víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar, meðal annars á Ingólfstorgi klukkan tíu í fyrramálið. „Við munum standa saman eins og áður og menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda,“ segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39 Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46 Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01 „Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Allt stefnir í sólarhringsverkfall grunnskólakennara á morgun, en þeir munu leggja niður störf ef ekki nást samningar í kvöld. Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar og formaður Félags grunnskólakennara segir að kennarar muni þá láta heyra rækilega í sér. Samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fast að miðnætti í gærkvöldi og hófu aftur viðræður í morgun. Fundað hefur verið í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag en engin niðurstaða liggur fyrir. Óvissa ríkir því um vinnudag morgundagsins hjá 43 þúsund grunnskólanemum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokast hafi í samningsátt síðustu daga en launaliðurinn sé eftir. „Við erum að tala saman og þá er ennþá von. Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta hafist ekki en það er heldur ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta takist,“ segir hann. Frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar í næstu og þarnæstu viku en allherjarverkfall er ekki inni í myndinni eins og er. „Það er ekki útilokað að þetta hafist í kvöld en það er dálítið eftir og fólk verður bara að fylgjast með fréttum og heimasíðum í kvöld og í fyrramálið ef svo ber undir,“ segir hann. Búist þið við að vera hérna í nótt? „Ef á þarf að halda þá gerum við það. Við gerum allt sem við getum til að forða okkur frá vinnustöðvun,“ segir Ólafur. Baráttuhugur er í kennurum og útifundir hafa verið skipulagðir víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar, meðal annars á Ingólfstorgi klukkan tíu í fyrramálið. „Við munum standa saman eins og áður og menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda,“ segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39 Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46 Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01 „Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39
Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46
Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01
„Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51