Erlent

Táragasi beitt gegn mótmælendum í Brasilíu

Vísir/AP
Óeirðalögreglumenn í brasilísku borgunum Sao Paulo og Rio De Janeiro beittu táragasi gegn þúsundum mótmælenda í nótt en fólkið var að mótmæla Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði og þeim miklu peningum sem stjórnvöld hafa sett í keppnina þrátt fyrir almenna fátækt í landinu.

Þá hafa kennarar og fleiri opinberir starfsmenn verið í verkfalli síðustu daga til þess að mótmæla áherslum stjórnvalda. Tíð mótmæli hafa verið vegna kepnninna síðasta árið og segja sjónarvottar að fjöldinn hafi verið heldur minni í nótt en oft áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×