Óttast slæm langtímaáhrif vegna verkfalls flugmanna Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Aðsókn í Bláa lónið hefur dregist saman um 22 til 25 prósent þá daga sem hafa verið hvað verstir. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira