Erlent

Fundu 17 milljón ára gamalt sæði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Þetta er elsta sæði sem finnst í steingervingi í sögu jarðarinnar,“ sagði Mike Archer, prófessor við Háskólann í Nýja Suður Wales í Ástralíu.
„Þetta er elsta sæði sem finnst í steingervingi í sögu jarðarinnar,“ sagði Mike Archer, prófessor við Háskólann í Nýja Suður Wales í Ástralíu.
Vísindamenn hafa fundið elsta sæði í heimi á steingervingi í Ástralíu. Sæðið mun vera 17 milljón ára gamalt og vera úr lítilli rækju sem lifði í þar í landi á þeim tíma.

„Þetta er elsta sæði sem finnst í steingervingi í sögu jarðarinnar,“ sagði Mike Archer, prófessor við Háskólann í Nýja Suður Wales í Ástralíu. Prófessorinn hefur rannsakað steingervinga á svæðinu þar sem sæðið fannst í yfir 35 ár. Á svæðinu hafa einnig fundist risastórir vel tenntir breiðnefir og kengúrur.

Archer segir sæðisfundinn hafa verið óvæntan og veki upp spurningar um hvaða ótrúlegu hluti enn á eftir að finna og uppgötva. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×