Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: Þór - Stjarnan 3-4 | Stjörnusigur í markaleik Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 18. maí 2014 00:01 Stjarnan heldur áfram góðri byrjun sinni í Pepsi-deildinni í sumar þegar þeir lögðu stigalaust lið Þórs með fjórum mörkum gegn þremur í skítaveðri á Þórsvelli í kvöld. Áhugaverð breyting var á Þórsliðinu í leiknum en Jóhann Þórhallsson, sem hafði fyrir leiktíðina lagt skó sína á hilluna og hætt knattspyrnuiðkun, var skyndilega mættur í byrjunarlið Þórs. Leikurinn fór fremur rólega af stað en mikið var af hálffærum og miðjuhnoði framan af leiknum. Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnumönnum yfir rétt eftir miðjan fyrri hálfleik eftir flotta stungusendingu frá Ólafi Karli Finsen og gestirnir komnir sanngjarnt yfir.Ólafur Karl Finsen kom sér sjálfur á blað rétt fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa tekið við sendingu Jeppe Hansen sem þræddi boltann í gegnum klofið á varnarmanni Þórs og skoraði með góðu skoti. Heimamenn sýndu lífsmark og minnkuðu muninn strax eftir mark Stjörnumanna, gamli nýji maðurinn í liði Þórs, Jóhann Þórhallsson stakk boltanum inn á Shawn Nicklaw sem skoraði gott mark í sínum fyrsta leik fyrir Þór. Stjörnumenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn einu. Stjörnumenn mættu grimmir til seinni hálfleiks og skoruðu fljótt tvö mörk og komust þremur mörkum yfir og virtist stefna í þægilegan sigur Stjörnumanna. Jeppe Hansen kom gestunum í 3-1 með góðum skalla og Veigar Páll Gunnarsson potaði boltanum inn eftir lélega vörslu SandorMatus í marki Þórs beint fyrir fætur Veigars, staðan því orðin 4-1 fyrir Stjörnunni. Heimamenn sýndu þó mikinn karakter og gáfu allt í sölurnar það sem eftir lifði leiks. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði fyrir Þór eftir góða rispu meðfram endalínu en skot hans hafði viðkomu í varnarmanni Stjörnunnar. JónasSigurbergsson átti flotta rispu inn í teig Stjörnumanna þar sem hann lék á nokkra áður en hann var tekinn niður og vítaspyrna dæmd. Jóhann Helgi Hannesson skoraði af öryggi úr spyrnunni og munurinn allt í einu orðinn eitt mark, 4-3. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en sú varð ekki raunin og Stjarnan vann góðan sigur á Akureyri.Jóhann Þórhallsson: Ég svaraði kallinu „Þetta var erfiður leikur, þeir voru mun sterkari framan af í leiknum og við byrjuðum ekki fyrr en staðan var orðin 4-1. Við þurfum bara að átta okkur á því að byrja frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs sem var óvænt í byrjunarliði Þórs en í vetur hafði hann gefið í skyn um að hann væri hættur að spila. Hvernig kom til að Jóhann tók fram takkaskóna sína aftur og er hann kominn til að vera? „Palli hringdi í mig og bað mig um að mæta á æfingu. Ég bara svaraði kallinu og mætti í vikunni en bjóst ekki við að byrja. Það kemur í ljós með framhaldið," útskýrði Jóhann.Rúnar Páll Sigmundsson: Misstum einbeitinguna „Þetta var frábær leikur, stórskemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Við skoruðum fín fjögur mörk en svo missum við örlítið dampinn síðustu mínúturnar og gerðum varnarmistök sem kostuðu okkur mörk. Við missum einbeitingu og höldum að þetta sé komið í stöðunni 4-1," sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunar eftir leikinn. Tímabundið skreið Stjarnan í toppsæti Pepsi deildarinnar og eru, ef marka má fyrstu leiki þeirra, líklegir til að blanda sér í baráttuna um titilin. Er það markmiðo' í Garðabænum? „Við förum í hvern leik og reynum að fá öll stigin, það er markmiðið. Það er ekkert að marka það svona í byrjun [að Stjarnan skreið um tíma í toppsætið], við reynum bara að ná í góð úrslit og það hefur gengið vel hjá okkur í upphafi," sagði Rúnar Páll. Fjöldi Silfurskeiðinga gerði sér ferð til Akureyrar og sýndu mikinn stuðning á pöllunum í leiknum. Rúnar er hæst ánægður með stuðninginn frá þeim: „Það er stórkostlegt, þetta er frábær hópur og þvílíkur stuðningur á bakvið þessa stráka. Þeir eiga heiður skilið."Páll Viðar Gíslason: Við erum í erfiðleikum „Við erum í erfiðleikum. Við fáum á okkur fjögur mörk á heimavelli sem segir okkur það að við erum í erfiðleikum með að halda búrinu okkar hreinu og við þurfum að skora ansi mörg mörk til að fá eitthvað út úr þessu," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir fjórða tapleikinn í röð. Þór er án stiga eftir fyrstu fjóra leikina og virðist fátt ganga upp hjá liðinu í upphafi móts. Hver eru viðbrögð Páls við því og hvernig horfir hann á stöðuna eins og hún er í dag? „Vonbrigði en það er engin uppgjöf í okkur. Við einbeitum okkur bara að næsta leik, það er það eina sem við getum gert. Við verðum bara að halda áfram og reyna að fylla upp í markið og skora mörk til að fá stig. Það er ekkert flóknara en það, við erum að berjast á botninum og það er staðreyndin sem við verðum að horfast í augu við". Jóhann Þórhallsson leikmaður Þórs hafði lagt skóna á hilluna á undirbúningstímabilinu en var óvænt mættur í byrjunarlið Þórs í kvöld. Hver er ástæðan fyrir því að Páll Viðar ákváð að hringja í þennan reynda framherja og fá hann til að taka fram takkaskóna aftur? „Fyrst og fremst vegna langrar fráveru okkar aðal framherja, Chuck, hann hefur ekki verið með og við erum að reyna að berjast við að leysa þetta og þeir sem hafa gert það hafa gert það ágætlega en við erum að berjast við að koma boltanum í netið og Jói á nokkur mörk í íslenskum fótbolta og var til í að koma til að hjálpa okkur og ég er þakklátur fyrir það. Chuck er ekki byrjaður að æfa enn þá," sagði Páll. Þór hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu og er að fá á sig mikið af mörkum snemma leiks og byrja leiki sína oftar en ekki of seint og jafnvel þegar nær engin leið er að fá eitthvað út úr leikjum sínum. Hvað stendur upp úr hjá Páli yfir stigalausri og lélegri byrjun Þórsara? „Það sem stendur upp úr er að við erum búnir að fá á okkur tvö mörk í fyrri hálfleik í þremur af þessum fjórum leikjum okkar sem við erum að gera okkur þetta erfitt fyrir. Af hverju við erum betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri hérna en ekki þarna því get ég ekki svarað. Við reynum að halda þessu heilsteyptu og ætluðum að mæta dýrvitlausir í seinni hálfleikinn en þið sjáið hvernig það fór út í sandinn." „Við skoruðum þrjú mörk en of seint," bætti Páll við þegar hann var spurður hvort hann gæti séð eitthvað jákvætt við þennan leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Stjarnan heldur áfram góðri byrjun sinni í Pepsi-deildinni í sumar þegar þeir lögðu stigalaust lið Þórs með fjórum mörkum gegn þremur í skítaveðri á Þórsvelli í kvöld. Áhugaverð breyting var á Þórsliðinu í leiknum en Jóhann Þórhallsson, sem hafði fyrir leiktíðina lagt skó sína á hilluna og hætt knattspyrnuiðkun, var skyndilega mættur í byrjunarlið Þórs. Leikurinn fór fremur rólega af stað en mikið var af hálffærum og miðjuhnoði framan af leiknum. Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnumönnum yfir rétt eftir miðjan fyrri hálfleik eftir flotta stungusendingu frá Ólafi Karli Finsen og gestirnir komnir sanngjarnt yfir.Ólafur Karl Finsen kom sér sjálfur á blað rétt fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa tekið við sendingu Jeppe Hansen sem þræddi boltann í gegnum klofið á varnarmanni Þórs og skoraði með góðu skoti. Heimamenn sýndu lífsmark og minnkuðu muninn strax eftir mark Stjörnumanna, gamli nýji maðurinn í liði Þórs, Jóhann Þórhallsson stakk boltanum inn á Shawn Nicklaw sem skoraði gott mark í sínum fyrsta leik fyrir Þór. Stjörnumenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn einu. Stjörnumenn mættu grimmir til seinni hálfleiks og skoruðu fljótt tvö mörk og komust þremur mörkum yfir og virtist stefna í þægilegan sigur Stjörnumanna. Jeppe Hansen kom gestunum í 3-1 með góðum skalla og Veigar Páll Gunnarsson potaði boltanum inn eftir lélega vörslu SandorMatus í marki Þórs beint fyrir fætur Veigars, staðan því orðin 4-1 fyrir Stjörnunni. Heimamenn sýndu þó mikinn karakter og gáfu allt í sölurnar það sem eftir lifði leiks. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði fyrir Þór eftir góða rispu meðfram endalínu en skot hans hafði viðkomu í varnarmanni Stjörnunnar. JónasSigurbergsson átti flotta rispu inn í teig Stjörnumanna þar sem hann lék á nokkra áður en hann var tekinn niður og vítaspyrna dæmd. Jóhann Helgi Hannesson skoraði af öryggi úr spyrnunni og munurinn allt í einu orðinn eitt mark, 4-3. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en sú varð ekki raunin og Stjarnan vann góðan sigur á Akureyri.Jóhann Þórhallsson: Ég svaraði kallinu „Þetta var erfiður leikur, þeir voru mun sterkari framan af í leiknum og við byrjuðum ekki fyrr en staðan var orðin 4-1. Við þurfum bara að átta okkur á því að byrja frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs sem var óvænt í byrjunarliði Þórs en í vetur hafði hann gefið í skyn um að hann væri hættur að spila. Hvernig kom til að Jóhann tók fram takkaskóna sína aftur og er hann kominn til að vera? „Palli hringdi í mig og bað mig um að mæta á æfingu. Ég bara svaraði kallinu og mætti í vikunni en bjóst ekki við að byrja. Það kemur í ljós með framhaldið," útskýrði Jóhann.Rúnar Páll Sigmundsson: Misstum einbeitinguna „Þetta var frábær leikur, stórskemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Við skoruðum fín fjögur mörk en svo missum við örlítið dampinn síðustu mínúturnar og gerðum varnarmistök sem kostuðu okkur mörk. Við missum einbeitingu og höldum að þetta sé komið í stöðunni 4-1," sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunar eftir leikinn. Tímabundið skreið Stjarnan í toppsæti Pepsi deildarinnar og eru, ef marka má fyrstu leiki þeirra, líklegir til að blanda sér í baráttuna um titilin. Er það markmiðo' í Garðabænum? „Við förum í hvern leik og reynum að fá öll stigin, það er markmiðið. Það er ekkert að marka það svona í byrjun [að Stjarnan skreið um tíma í toppsætið], við reynum bara að ná í góð úrslit og það hefur gengið vel hjá okkur í upphafi," sagði Rúnar Páll. Fjöldi Silfurskeiðinga gerði sér ferð til Akureyrar og sýndu mikinn stuðning á pöllunum í leiknum. Rúnar er hæst ánægður með stuðninginn frá þeim: „Það er stórkostlegt, þetta er frábær hópur og þvílíkur stuðningur á bakvið þessa stráka. Þeir eiga heiður skilið."Páll Viðar Gíslason: Við erum í erfiðleikum „Við erum í erfiðleikum. Við fáum á okkur fjögur mörk á heimavelli sem segir okkur það að við erum í erfiðleikum með að halda búrinu okkar hreinu og við þurfum að skora ansi mörg mörk til að fá eitthvað út úr þessu," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir fjórða tapleikinn í röð. Þór er án stiga eftir fyrstu fjóra leikina og virðist fátt ganga upp hjá liðinu í upphafi móts. Hver eru viðbrögð Páls við því og hvernig horfir hann á stöðuna eins og hún er í dag? „Vonbrigði en það er engin uppgjöf í okkur. Við einbeitum okkur bara að næsta leik, það er það eina sem við getum gert. Við verðum bara að halda áfram og reyna að fylla upp í markið og skora mörk til að fá stig. Það er ekkert flóknara en það, við erum að berjast á botninum og það er staðreyndin sem við verðum að horfast í augu við". Jóhann Þórhallsson leikmaður Þórs hafði lagt skóna á hilluna á undirbúningstímabilinu en var óvænt mættur í byrjunarlið Þórs í kvöld. Hver er ástæðan fyrir því að Páll Viðar ákváð að hringja í þennan reynda framherja og fá hann til að taka fram takkaskóna aftur? „Fyrst og fremst vegna langrar fráveru okkar aðal framherja, Chuck, hann hefur ekki verið með og við erum að reyna að berjast við að leysa þetta og þeir sem hafa gert það hafa gert það ágætlega en við erum að berjast við að koma boltanum í netið og Jói á nokkur mörk í íslenskum fótbolta og var til í að koma til að hjálpa okkur og ég er þakklátur fyrir það. Chuck er ekki byrjaður að æfa enn þá," sagði Páll. Þór hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu og er að fá á sig mikið af mörkum snemma leiks og byrja leiki sína oftar en ekki of seint og jafnvel þegar nær engin leið er að fá eitthvað út úr leikjum sínum. Hvað stendur upp úr hjá Páli yfir stigalausri og lélegri byrjun Þórsara? „Það sem stendur upp úr er að við erum búnir að fá á okkur tvö mörk í fyrri hálfleik í þremur af þessum fjórum leikjum okkar sem við erum að gera okkur þetta erfitt fyrir. Af hverju við erum betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri hérna en ekki þarna því get ég ekki svarað. Við reynum að halda þessu heilsteyptu og ætluðum að mæta dýrvitlausir í seinni hálfleikinn en þið sjáið hvernig það fór út í sandinn." „Við skoruðum þrjú mörk en of seint," bætti Páll við þegar hann var spurður hvort hann gæti séð eitthvað jákvætt við þennan leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn