Erlent

Nýr forsætisráðherra Indlands úr verkamannafjölskyldu

VÍSIR/AFP
Narendra Modi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Indlandi, verður næsti forsætisráðherra landsins. Úrslit kosninganna voru kynnt í gær.

Modi er formaður flokks þjóðernissinnaðra hindúa og hlaut flokkurinn hreinan meirihluta í þingkosningunum. Það mun vera stærsti kosningasigur þar í landi í þrjátíu ár. Modi kemur úr verkamannafjölskyldu og hans helstu kosningaloforð voru að rétta af efnahag landsins og berjast gegn spillingu.

Þingkosningarnar eru fjölmennustu lýðræðislegu kosningar í sögunni. Kjörsókn var um 66 prósent og alls greiddu um 550 milljónir Indverja atkvæði. Þingsæti eru 543 og hlaut flokkur Modi 282 þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×