Erlent

Þúsundir mættu til að fagna nýjum forsætisráherra

Narendra Modi í dag.
Narendra Modi í dag. VÍSIR/AFP
Þúsundir fögnuðu á götum úti þegar Narendra Modi lenti í Nýju-Deli í morgun. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag verður hann næsti forsætisráðherra landsins.

Hann kom fljúgandi frá heimahéraði sínu Gujarat þar sem hann hefur verið fylkisstjóri síðan 2001. Modi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa í embætti sínu sem fylkisstjóri, litið framhjá blóðugum átökum hindúa og múslima í héraðinu árið 2002, þar sem um tvö þúsund manns féllu.

Mannoman Singh, núverandi forsætisráðherra mun funda með forseta Indlands síðar í dag. Vaxandi óánægja hefur verið með stjórnarhætti stjórnarfloksins Congress síðustu ár. Modi mun taka við embætti forsætisráðherra á miðvikudag í næstu viku.

Sigur Modi og flokks þjóðernissinnaðra hindúa hluat hreinan meirihluta í þingkosningunum. Það mun vera stærsti kosningasigur þar í landi í þrjátíu ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×