Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Þór 3-1 | Hörður með tvö í sigri Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 4. maí 2014 00:01 Hörður Sveinsson var á skotskónum í öruggum sigri Keflavíkur á Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins og kom Keflavík yfir um miðbik fyrri hálfleiksins. Hörður jók svo forystuna stuttu síðar. Hann innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu en Þórsarar náðu reyndar að klóra í bakkann með marki Ármanns Péturs Ævarssonar á lokamínútunum. Það var mikið jafnræði á upphafsmínútunum á Nettó-vellinum í dag, bæði lið þreifuðu fyrir sér og úr varð mikið miðjumoð. Liðin fengu ágætis hálffæri en hittu illa á markið og virtust leikmenn liðanna vera að stilla miðin sín. Það dró svo til tíðinda á 22. mínútu þegar Jóhann Birnir Guðmundsson kom heimamönnum yfir með fyrsta marki Pepsi-deildarinnar. Elía Már Ómarsson hafði þá komist inn fyrir vörn gestanna og náði hann skoti sem var varið út í teig þar sem Jóhann mætti og náði að koma boltanum yfir línuna. Gestirnir voru samt nærrum því búnir að bjarga á línunni en allur boltinn var kominn inn fyrir áður en það gerðist. Jafnræðið með liðunum hélt áfram og hittu liðin ekki á mark hvors annars þrátt fyrir ágætis færi. Á 31. mínútu tvöfölduðu heimamenn forskot sitt þegar Endre Ove Brenne komst upp að endalínunni og gaf fyrir á kollinn á Herði Sveinssyni sem að skallaði boltann í netið án þess að markvörður Þórsara kæmi nokkrum vörnum við. Rétt áður en Keflvíkingar komust í þetta færi hafði Sandquist markvörður heimamanna varið stórglæsilega í tvígang en Þórsurum var refsað grimmilega fyrir það að nýta ekki færin. Seinni hálfleikur var í rólegri kantinum, lítið var um færi og fátt markvert sem gerðist og hægt væri að tala um. Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem að dró til tíðinda þegar Einar Orri Einarsson var felldur í teig Þórsara og var réttilega dæmd vítaspyrna. Hörður Sveinsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega úr vítinu og þar með var hann kominn með tvö mörk auk þess að auka við forskot heimamanna. Þriðja markið tryggði stigin þrjú jafnvel þó gestirnir náðu síðan að minnka muninn fjórum mínútum síðar. Boltinn var sendur inn í teig úr aukaspyrnu og virtist markvörður Keflvíkinga vera með hann öruggan en týndi boltanum í sólinni sem skein í andlit hans þannig að hann kýldi boltann aftur fyrir sig og beint fyrir framan Ármanna Pétur Ævarsson sem ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Lengra komust gestirnir ekki og Keflavík byrjaði stigasöfnun sumarsins með besta móti. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum liðum sem virtust vilja spila boltanum með jörðinni en Þórsarar reyndu þó meira í seinni hálfleik að senda háa bolta inn í teig og freista þess að ná mörkum þannig. Það sem skildi liðin að í dag var það að Keflvíkingar nýttu færin sín og eru því vel að sigrinum komnir. Þórsarar þurfa ekkert að örvænta, þeir spiluðu leikinn vel en náðu ekki að koma boltanum í netið. Það kannksi lagast þegar Chuk kemur aftur í liðið en hann tók út leikbann í dag.Hörður: Við bara höldum áfram eins og við enduðum mótið í fyrra „Við bara höldum áfram eins og við enduðum mótið síðast“, var það fyrsta sem tveggja marka maðurinn Hörður Sveinsson sagði við blaðamenn eftir leik dagsins í Keflavík. „Það er mjög jákvætt að byrja á þessum nótum. Hann var erfiður leikurinn í dag, völlurinn er mjög þungur og við vissum að Þórsarar væru sterki og að leikurinn myndi taka á líkamlega. Mér fannst við spila ágætlega á köflum og erum við mjög sáttir með úrslitin. Það skipti held ég höfuðmáli að komast yfir og svo fylgja því vel eftir“. Um aðstæðurnar í dag sagði Hörður: „Völlurinn er grænn og flottur, hann er pínu ójafn en hann á eftir að batna og vera flottur í sumar“. Hörður var ánægður með eigin frammistöðu og var spurður hvort hann væri með einhver markmið fyrir sumarið. „Ég verð bara að halda áfram að skora fyrir liðið og spila fyrir liðið en það gefur manni óneitanlega sjálfstraust inn í mótið að skora tvö mörk í fyrsta leik. Ég verð svo bara að halda áfram, það er kannski gamla góða klisjan að taka einn leik í einu. Ég er auðvitað með markmið um hvað ég vill gera en ég auðvitað reyni að gera betur en á síðasta tímabili og þetta er ágætis byrjun til að reyna að ná því.“Páll Viðar: Ekki nóg að spila boltanum á teppinu ef við fáum ekkert út úr því „Leikurinn var svo sem svipaður og ég bjóst við fyrir utan það að við fengum á okkur þrjú glæsilega mörk sem skildu á milli liðanna,“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Þórs eftir leikinn í dag. „Það er margt jákvætt í spili okkar í dag þótt ég sé ekki brosandi allan hringinn eftir 3-1 tap. Við ætluðum okkur klárlega að vinna þennan leik og fengum við ágætis færi til þess, sérstaklega í fyrri hálfleik, Keflvíkingar nýttu sín færi og það skildi á milli“. „Ég er mjög ánægður með liðið mitt í dag annað en það að við fengum á okkur skítamörk, við spiluðum fínan fótbolta en það er ekki nóg að spila boltanum á teppinu ef við fáum ekkert út úr því. Við vissum að Keflavík eru með gott lið og þeir refsuðu okkur klárlega fyrir að nýta ekki okkar færi og ber að lofa þá fyrir það að sjálfsögðu. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Keflavíkurliði og þeir eiga eftir að fá fullt af stigum og við komum ekki hingað með eitthvað vanmat í gangi enda höfum við ekki efni á því að vanmeta eitthvað lið. Ég er hundfúll að tapa en ég er ekkert að tapa mér yfir því, við byrjum þetta mót betur spillega heldur en það síðasta. Leiðin liggur alltaf upp á við þegar maður tapar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Hörður Sveinsson var á skotskónum í öruggum sigri Keflavíkur á Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins og kom Keflavík yfir um miðbik fyrri hálfleiksins. Hörður jók svo forystuna stuttu síðar. Hann innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu en Þórsarar náðu reyndar að klóra í bakkann með marki Ármanns Péturs Ævarssonar á lokamínútunum. Það var mikið jafnræði á upphafsmínútunum á Nettó-vellinum í dag, bæði lið þreifuðu fyrir sér og úr varð mikið miðjumoð. Liðin fengu ágætis hálffæri en hittu illa á markið og virtust leikmenn liðanna vera að stilla miðin sín. Það dró svo til tíðinda á 22. mínútu þegar Jóhann Birnir Guðmundsson kom heimamönnum yfir með fyrsta marki Pepsi-deildarinnar. Elía Már Ómarsson hafði þá komist inn fyrir vörn gestanna og náði hann skoti sem var varið út í teig þar sem Jóhann mætti og náði að koma boltanum yfir línuna. Gestirnir voru samt nærrum því búnir að bjarga á línunni en allur boltinn var kominn inn fyrir áður en það gerðist. Jafnræðið með liðunum hélt áfram og hittu liðin ekki á mark hvors annars þrátt fyrir ágætis færi. Á 31. mínútu tvöfölduðu heimamenn forskot sitt þegar Endre Ove Brenne komst upp að endalínunni og gaf fyrir á kollinn á Herði Sveinssyni sem að skallaði boltann í netið án þess að markvörður Þórsara kæmi nokkrum vörnum við. Rétt áður en Keflvíkingar komust í þetta færi hafði Sandquist markvörður heimamanna varið stórglæsilega í tvígang en Þórsurum var refsað grimmilega fyrir það að nýta ekki færin. Seinni hálfleikur var í rólegri kantinum, lítið var um færi og fátt markvert sem gerðist og hægt væri að tala um. Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem að dró til tíðinda þegar Einar Orri Einarsson var felldur í teig Þórsara og var réttilega dæmd vítaspyrna. Hörður Sveinsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega úr vítinu og þar með var hann kominn með tvö mörk auk þess að auka við forskot heimamanna. Þriðja markið tryggði stigin þrjú jafnvel þó gestirnir náðu síðan að minnka muninn fjórum mínútum síðar. Boltinn var sendur inn í teig úr aukaspyrnu og virtist markvörður Keflvíkinga vera með hann öruggan en týndi boltanum í sólinni sem skein í andlit hans þannig að hann kýldi boltann aftur fyrir sig og beint fyrir framan Ármanna Pétur Ævarsson sem ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Lengra komust gestirnir ekki og Keflavík byrjaði stigasöfnun sumarsins með besta móti. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum liðum sem virtust vilja spila boltanum með jörðinni en Þórsarar reyndu þó meira í seinni hálfleik að senda háa bolta inn í teig og freista þess að ná mörkum þannig. Það sem skildi liðin að í dag var það að Keflvíkingar nýttu færin sín og eru því vel að sigrinum komnir. Þórsarar þurfa ekkert að örvænta, þeir spiluðu leikinn vel en náðu ekki að koma boltanum í netið. Það kannksi lagast þegar Chuk kemur aftur í liðið en hann tók út leikbann í dag.Hörður: Við bara höldum áfram eins og við enduðum mótið í fyrra „Við bara höldum áfram eins og við enduðum mótið síðast“, var það fyrsta sem tveggja marka maðurinn Hörður Sveinsson sagði við blaðamenn eftir leik dagsins í Keflavík. „Það er mjög jákvætt að byrja á þessum nótum. Hann var erfiður leikurinn í dag, völlurinn er mjög þungur og við vissum að Þórsarar væru sterki og að leikurinn myndi taka á líkamlega. Mér fannst við spila ágætlega á köflum og erum við mjög sáttir með úrslitin. Það skipti held ég höfuðmáli að komast yfir og svo fylgja því vel eftir“. Um aðstæðurnar í dag sagði Hörður: „Völlurinn er grænn og flottur, hann er pínu ójafn en hann á eftir að batna og vera flottur í sumar“. Hörður var ánægður með eigin frammistöðu og var spurður hvort hann væri með einhver markmið fyrir sumarið. „Ég verð bara að halda áfram að skora fyrir liðið og spila fyrir liðið en það gefur manni óneitanlega sjálfstraust inn í mótið að skora tvö mörk í fyrsta leik. Ég verð svo bara að halda áfram, það er kannski gamla góða klisjan að taka einn leik í einu. Ég er auðvitað með markmið um hvað ég vill gera en ég auðvitað reyni að gera betur en á síðasta tímabili og þetta er ágætis byrjun til að reyna að ná því.“Páll Viðar: Ekki nóg að spila boltanum á teppinu ef við fáum ekkert út úr því „Leikurinn var svo sem svipaður og ég bjóst við fyrir utan það að við fengum á okkur þrjú glæsilega mörk sem skildu á milli liðanna,“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Þórs eftir leikinn í dag. „Það er margt jákvætt í spili okkar í dag þótt ég sé ekki brosandi allan hringinn eftir 3-1 tap. Við ætluðum okkur klárlega að vinna þennan leik og fengum við ágætis færi til þess, sérstaklega í fyrri hálfleik, Keflvíkingar nýttu sín færi og það skildi á milli“. „Ég er mjög ánægður með liðið mitt í dag annað en það að við fengum á okkur skítamörk, við spiluðum fínan fótbolta en það er ekki nóg að spila boltanum á teppinu ef við fáum ekkert út úr því. Við vissum að Keflavík eru með gott lið og þeir refsuðu okkur klárlega fyrir að nýta ekki okkar færi og ber að lofa þá fyrir það að sjálfsögðu. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Keflavíkurliði og þeir eiga eftir að fá fullt af stigum og við komum ekki hingað með eitthvað vanmat í gangi enda höfum við ekki efni á því að vanmeta eitthvað lið. Ég er hundfúll að tapa en ég er ekkert að tapa mér yfir því, við byrjum þetta mót betur spillega heldur en það síðasta. Leiðin liggur alltaf upp á við þegar maður tapar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira