Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsungvellinum skrifar 4. maí 2014 00:01 Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira