Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsungvellinum skrifar 4. maí 2014 00:01 Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann