Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsungvellinum skrifar 4. maí 2014 00:01 Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira