Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsungvellinum skrifar 4. maí 2014 00:01 Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fátt um fína drætti framan af leiknum. Helstu tíðindi fyrri hálfleiks var þegar Veigar Páll Gunnarsson þurfti að fara meiddur af leikvelli á tíundu mínútu. Sóknarleikur beggja liða var hægur og fyrirsjáanlegur. Bæði lið lögðu áherslu á öflugan varnarleik á kostnað sóknarinnar. Allt benti til þess að ekkert mark yrði skorað en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var eins og leikmenn áttuðu sig á því að stigin þrjú væru þarna til að taka þau. Bæði lið fóru að sækja af meiri krafti og hefðu bæði getað skorað áður en Ólafur Karl Finsen fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr fimm mínútum fyrir leikslok. Stigin þrjú kærkomin fyrir Stjörnuna sérstaklega í ljósi þess að mikilvæga leikmenn vantar í liðið, Michael Præst og Garðar Jóhannsson, og Veigar fór snemma útaf meiddur. Fylkir varðist vel í leiknum og var umdeildum dóm frá því að fá stigið sem liðið ætlaði sér en Ásmundur Arnarsson var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum. Ólafur Karl: Þetta var vítiÓlafur Karl Finsen fiskaði umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann segir Þórodd Hjaltalín hafa metið stöðuna rétt þegar Þóroddur dæmdi vítið. „Já, ég held það. Ég held að þó hann fari í boltann er ég í betri stöðu á boltann þegar hann fer svo í mig, þó hann fari fyrst í boltann,“ sagði Ólafur sem var með svörin á hreinu þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt ef Stjarnan hefði fengið samskonar víti dæmt á sig. „Ég hefði sagt Ingvari að verja vítið. „Þetta var vinnusigur. Fylkir er með sterkt lið varnarlega og þetta var jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. „Það er þvílíkt mikilvægt að byrja á sigri og sérstaklega á heimavelli,“ sagði Ólafur sem gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Stjörnuna byrja mótið á léttu prógrami. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir, sérstaklega þegar við erum núna að fara í ferðalög. Það tekur á. Það er ekki hægt að segja að einhver leikur sé léttari en annar í þessari deild.“ Ásmundur: Minnsta víti sem ég hef séðÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var rekinn upp í stúku þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnuna í kvöld. En af hverju? „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég reyni að ná eyrum hans en hann heyrir ekki í mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur. „Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn. Andstæðingarnir flestir hrista hausinn yfir þessu og það skilur þetta enginn. Þeir fara samtímis í boltann og allir bjuggust við hornspyrnu og engu öðru. „Þetta var jafn leikur sem hefði getað dottið hvernig sem var. Það er hundleiðinlegt að svona vafaatriði skuli ráða úrslitum. „Menn voru ryðgaðir á köflum og það gekk illa að halda boltanum. Vinnslan og baráttan var í lagi og skipulagið hélt nokkuð vel. Við vorum líka hársbreidd frá því að setja á þá sigurmarkið,“ sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira