Íslenski boltinn

Liðum gengur illa að fylgja eftir sigri á KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mads Nielsen og félagar í Val unnu Íslandsmeistarana en töpuðu svo fyrir Keflavík.
Mads Nielsen og félagar í Val unnu Íslandsmeistarana en töpuðu svo fyrir Keflavík. Vísir/Vilhelm
Valsmenn unnu 2-1 sigur á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu en töpuðu síðan 0-1 fyrir Keflvíkingum í gær.

Valsliðið bættist þá í hóp átta annarra liða sem hafa kannski farið of hátt upp eftir sigur á strákunum hans Rúnars Kristinssonar í Íslandsmeistaraliði KR.

Sex af þessum níu liðum hafa tapað næsta deildarleik á eftir að liðið fagnaði sigri á KR-ingum.

Síðasta liðið til að fylgja eftir sigri á KR með sigri í næsta deildarleik eru Eyjamenn sem unnu KR 2-0 í águst 2012 og fögnuðu svo 4-0 útisigri á Fylkismönnum í næsta leik.

Næsti leikur liða í Pepsi-deildinni eftir deildarsigur á KR:

Valur 2014

Vann KR 2-1 en tapaði svo 0-1 fyrir Keflavík

ÍA 2013

Vann KR 3-1 en tapaði svo 1-3 fyrir Fylki

Breiðablik 2013

Vann KR 3-0 en tapaði svo 2-3 fyrir Stjörnunni

Stjarnan 2013

Vann KR 3-1 en gerði svo 1-1 jafntefli við Víking Ó.

Fram 2013

Vann KR 2-1 en tapaði svo 3-4 fyrir Víkingi Ó.

Fylkir 2012

Vann KR 3-2 en gerði svo 2-2 jafntefli við Grindavík

Breiðablik 2012

Vann KR 4-0 en gerði svo 1-1 jafntefli við Fylki

Selfoss 2012

Vann KR 1-0 en tapaði svo 0-2 fyrir Fylki

Valur 2012

Vann KR 3-2 en tapaði svo 1-2 fyrir Fylki

ÍBV 2012

Vann KR 2-0 og vann svo 4-0 sigur á Fylki í næsta leik


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×