Innlent

Þóra passar einstaklega vel inn í hópinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir.
Yale háskólinn í Bandaríkjunum sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar skólinn greinir frá því að sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hafi komist inn í World Fellow námskeið skólans en hún er fyrsti Íslendingurinn sem kemst inn í námið.

Fram kemur í tilkynningunni að líkt og fyrri hópar samanstandi „Yale World Fellows“ hópurinn af kraftmiklum, áhrifamiklum sérfræðingum sem vilja stuðla að jákvæðri þróun í samfélaginu.

Þar kemur einnig fram að Þóra Arnórsdóttir passi einstaklega vel inn í hópinn.

Í tilkynningunni er einnig farið inn á að Þóra hafi boðið sig fram til forseta árið 2012 en þurft að lúta í gras fyrir sitjandi forseta.

Námskeiðið „Yale World Fellows“ stendur yfir í sautján vikur og hefst það í ágúst en alls verða sextán einstaklingar á námskeiðinu alls staðar að úr heiminum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.