Erlent

150 þúsund látist í átökunum í Sýrlandi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Að minnsta kosti 150 þúsund manns hafa látist svo staðfest sé í Sýrlandi frá því borgarastyrjöld hófst þar í landi fyrir þremur árum síðan. Þetta er niðurstaða nýrrar úttektar mannréttindasamtaka í Bretlandi sem fylgjast með stöðu mála í Sýrlandi. Þriðjungur þeirra sem hafa látist eru almennir borgarar. Guardain segir frá.

Samtökin telja þó líklegt að tala látinna sé raunverulega talsvert hærri en hægt er að staðfesta og að ekki sé ólíklegt að yfir 220 þúsund manns hafi látist í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×