Erlent

Einn látinn og 13 særðir í skotárás í Texas

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Minnisvarði heiðrar fórnarlömb árásarinnar sem gerð var 2009 að Fort Hood.
Minnisvarði heiðrar fórnarlömb árásarinnar sem gerð var 2009 að Fort Hood. Vísir/AFP
Skotárás hefur verið gerð á herstöðina Fort Hood í Texas í Bandaríkjunum. Einn er látinn og þrettán særðir. BBC segir frá.

Neyðarþjónustudeild Fort Hood segist hafa fengið fregnir þess efnis að byssumaðurinn sé látinn, en þó er það óstaðfest.

Bandaríkjaforseta, Barack Obama hefur verið gerð skýrsla um málið, að sögn talsmanns Hvíta hússins.

Obama segist harmi lostinn yfir atvikinu, og að Fort Hood hefði gert miklar mannfórnir í þágu frelsisins.

Árið 2009 var einnig gerð skotárás á sama stað en þá létust 13 hermenn og 32 særðust. Maj Nidal Hassan var dæmdur til dauða fyrir verknaðinn. Hann sagðist hafa gert árás á svæðið til að bjarga Talíbönum frá bandarískum hermönnum sem áttu að fara til Afghanistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×