Erlent

Hermaður hóf skothríð á herstöð í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn bíða fyrir utan herstöðina eftir upplýsingum um árásina.
Hermenn bíða fyrir utan herstöðina eftir upplýsingum um árásina. Vísir/AP
Bandarískur hermaður skaut þrjá til bana og særði 16 í herstöðinni Fort Hood í Texas, samkvæmt stjórnendum hersins, áður en hann framdi sjálfsmorð. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa nefnt Ivan Lopez sem skotmanninn, en það hefur ekki verið staðfest.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Hershöfðinginn Mark Milley ræddi við blaðamenn eftir árásina og sagði hermanninn, sem barðist í Írak, ekki hafa særst þar, en hann hefði verið í skoðun vegna áfallastreituröskunar. Hann var í meðferð vegna þunglyndi og kvíða.

Allir sem urðu fyrir skotum voru hermenn.

Skotmaðurinn keyrði að tveimur byggingum og hóf skothríð í um 15 til 20 mínútur, áður en herlögreglan náði að króa hann af. Þá framdi hann sjálfsmorð.

Árið 2009 hóf hermaður skothríð í sömu herstöð og þá létust 13 hermenn og 32 særðust. Nidal Hassan var ábyrgur fyrir því ódæði og var dæmdur til dauða. Hann sagði tilgang árásar sinnar vera að vernda Talíbana í Afganistan gegn bandarískum hermönnum.

Hershöfðinginn Mark Milley, æðsti yfirmaður herstöðvarinnar ræddi við blaðamenn um árásina.Vísir/AP
Byssumaðurinn myrti þrjá og særði 16 áður en hann framdi sjálfsmorð.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×