Erlent

Lögreglumaður skaut blaðakonur AP

Samúel Karl Ólason skrifar
Anja Niedringhaus, ljósmyndari AP.
Anja Niedringhaus, ljósmyndari AP. Vísir/AP
Lögregluþjónn í austurhluta Afganistan skaut tvær konur, ljósmyndara og blaðamann sem voru að störfum þar vegna forsetakosninganna á morgun. Ljósmyndarinn, Anja Niedringhaus lést samstundis samkvæmt AP fréttaveitunni þar sem þær störfuðu. Einn starfsmaður AP varð vitni að árásinni.

Kathy Gannon, blaðamaðurinn, var skotin tvisvar en er í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Þær voru að ferðast með ríkisstarfsmönnum, sem voru að dreifa kjörseðlum í borginni Khost. Bílalestin sem þær voru í var varin af afganska hernum og lögreglumönnum.

Starfsmaður AP lýsir árásinni á þann veg að yfirmaður í lögreglunni hafi gengið upp að bifreið þeirra og kallað „Allahu Akbar“ eða guð er mikill. Því næst hafi hann skotið á bílinn með AK-47 vélbyssu og að því loknu gefist upp við lögreglu og var hann handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×