Erlent

Fallhlífastökkvari varð næstum því fyrir loftsteini

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Fallhlífastökkvarinn Anders Helstrup frá Noregi náði myndbandi af atviki sem aldrei hefur náðst á mynd áður sumarið 2012. Skömmu eftir að Anders opnaði fallhlíf sína féll grjót framhjá honum af himnunum.

Sérfræðingar segja þetta vera lofstein í svokölluðu dökku flugi, þegar steinninn hefur misst svo mikinn hraða að hann er hættur að vera sjálflýsandi. Ef svo er, er þetta í fyrsta sinn sem slíkt næst á myndband.

NRK ræddi við Hans Erik Foss Amundsen, jarðfræðing, sem segir að ef Anders hefði hoppað hluta af sekúndu seinna hefði hann dáið.

„Ímyndaðu þér að fimm kílóa steinn hitti þig í bringuna á um 300 kílómetra hraða. Steinninn hefði klofið hann í tvennt,“ sagði Hans Erik. „Það hefði leitt til skringilegrar slysarannsóknar.“

Seinna um sumarið leituðu margir að steininum en hann fannst ekki. Þá þykir ólíklegt að hann muni nokkurn koma í leitirnar.

Hér fyrir neðan má sjá þegar steinninn fellur framhjá Anders og frétt NRK um atvikið og viðtal við Anders.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×