Innlent

Kennaraverkfallinu gæti lokið í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fundurinn fer fram í Safamýri.
Fundurinn fer fram í Safamýri. visir/daníel
Kennsla í framhaldsskólum gæti hafist aftur á mánudag en líkur eru á því að verkfallinu ljúki í dag.

Um 70 fulltrúar framhaldsskólakennara eru nú mættir á fund í Safamýri, verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara.

Búist er við því að þar verði tillögur samninganefndar kynntar fyrir fundarmönnum.

Eftir fundinn mun samninganefnin halda á ný í húsnæði Ríkissáttarsemjara og þar er gert ráð fyrir að nýr samningur verði undirritaður.

Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið í tæpar þrjár vikur og hafa samninganefndir kennara og ríkisins fundað daglega en líklegt er talið að nefndirnar hafi komist að samkomulagi sem samninganefnd kennara telur að félagsmenn geti sætt sig við.


Tengdar fréttir

Verkfallskrakkar fá störf hjá gámafélagi

Íslenska gámaþjónustan býður táningum sem hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli framhaldsskólakennara að skapa verðmæti í stað þess að slæpast.

Nemar í verkfalli fá heimboð

Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir opnum degi fyrir framhaldsskólanema í Húsi sjávarklasans á Grandagarði 16.

Nýta tímann í ræktinni og við bókalestur

Síðasti kennsludagur í framhaldsskólum landsins var í dag ef ekki nást samningar í kjaradeilu framhaldsskólakennara yfir helgina. Sumir nemendur hyggjast nýta verkfallið í ræktina á meðan aðrir ætla að sitja yfir námsbókunum, eins og fram kom í spjalli við nokkra menntaskólanema fyrr í dag.

Hafa sýslað ýmislegt í verkfallinu

"Það er svolítil grunnskólastemning í þessu og það er allt í lagi í smá stund,“ sagði Benedikt Guðmundsson, 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu

Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags.

Óttast að verkfall dragist á langinn

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina.

Fórnarkostnaður framhaldsskólakennara

Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari.

Verkfalli að ljúka?

"Samningsgerðin er langt komin," segir formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum bindur vonir við að samningaviðræðum og þar með verkfalli ljúki á morgun

Synda frítt í verkfallinu

Ákveðið hefur verið í nokkrum sveitarfélögum að framhaldsskólanemar fái frítt í sund á meðan á verkfalli kennara þeirra stendur. Þetta á meðal annars við um Reykjavík, Kópavog, Akureyri og Mosfellsbæ.

Samningagerðin langt á veg komin

Fram kom á fundi samninganefndar Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag að samningagerðin sé langt á veg komin en eftir sé að ganga frá nokkrum málum.

25 þúsund manns skaðast í verkfalli

Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill.

Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág

Formaður Kennarasambands Íslands segir að stjórnmálamenn skorti þor til að takast á við launamál kennara og þyki sjálfsagt að launin séu lág.

Eru kröfur framhaldsskólakennara ósanngjarnar?

Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt.

Vandi menntakerfisins

Framhaldsskólakennarar eru í verkfalli. Krafa þeirra um launaleiðréttingu til jafns við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir er sanngjörn. En launamál kennara eru bara einn angi af langvarandi og víðtækum vanda menntakerfisins í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×