Vandi menntakerfisins Jórunn Tómasdóttir skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar eru í verkfalli. Krafa þeirra um launaleiðréttingu til jafns við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir er sanngjörn. En launamál kennara eru bara einn angi af langvarandi og víðtækum vanda menntakerfisins í heild. Þann heildstæða vanda þyrfti að greina og finna ásættanlega lausn á. Kennarar hafa í áranna rás verið ötulir við að benda á vandann og stinga upp á kerfisbreytingum en um það virðist ríkja mikil tregða. Íslenska menntakerfið er í kreppu. Samkvæmt lögum erum við með grunnskóla án aðgreiningar og framhaldsskóla fyrir alla. Þetta er falleg hugmyndafræði og hæpið að vera henni mótfallinn. Hins vegar verður að velta því fyrir sér hvort þessi hugmyndafræði virki sem skyldi í framkvæmd. Hefur okkur farnast vel? Ekki miðað við PISA-kannanir og ekki miðað við brottfall í framhaldsskólum. Kennarar kvarta því þeir virðast ekki í stakk búnir til að takast á við alla nemendaflóruna. Uppskrift að fyrirmyndarskóla verður seint til. Skólastarf er þess eðlis að það á að vera í stöðugri þróun. Vandi menntakerfisins felst að miklu leyti í því að okkur hefur mistekist að raungera hugmyndafræðina. Það þarf að skilgreina betur hlutverk og markmið skólastarfsins og hlutverk kennarans. Á skólinn að vera fræðslustofnun, uppeldisstofnun, félagslegt úrræði eða kannski allt þetta í senn? Hvert er þá hlutverk kennarans? Á hann að vera uppfræðari, uppalandi, sérfræðingur í alls konar röskunum, námslegum jafnt sem persónulegum eða allt þetta í senn? Hvernig skóla viljum við hafa og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Þetta eru lykilspurningar sem verður að svara áður en lengra er haldið.Samfella í náminu Brottfall í framhaldsskólum er stór og dýr meinsemd. Ástæður þess eru margvíslegar. Ein er sú að nemendur flæða viðstöðulítið gegnum grunnskólann og inn í framhaldsskólann án þess að þurfa að ná fyrirframsettum, ákveðnum námsmarkmiðum. Margir nemendur koma því illa undirbúnir í framhaldsskólann eftir tíu ára setu í grunnskóla og ráða hvorki við námsefnið né námskröfurnar. Þeir flosna upp frá námi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að koma ætti á áfangakerfi í tveim síðustu bekkjum grunnskólans með sömu námskröfum og gilda í framhaldsskólanum og tengja þannig saman skólastigin tvö, gera skilin milli þeirra fljótandi og skapa samfellu í náminu. Þá þyrfti ekki að skerða nám í framhaldsskólanum um eitt ár. Það þarf að auka veg starfsmenntunar, verknáms og listnáms jafnhliða bóknáminu sem er alltof fyrirferðarmikið í framhaldsskólanum og hentar alls ekki öllum. Styttri námsbrautir eiga líka fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Að mínu mati liggur stór vandi menntakerfisins m.a. í því að skólanum hefur verið ætlað of margþætt hlutverk. Það þyrfti að skilgreina hlutverk hans og kennarans betur. Skólinn þyrfti að vera óragari við meiri niðurhólfun þannig að allir fengju nám við hæfi og getu samkvæmt gildandi hugmyndafræði. Það þyrfti að láta af pólitískri rétthugsun og misskildu jafnréttissjónarmiði sem hefur verið mikill dragbítur á allt skólastarf alltof lengi. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Mér hefur lengi fundist að nauðsynlegt væri að umbylta öllu kerfinu innan frá, stokka upp, endurskoða markmiðin, hlutverkið, inntakið og leiðirnar. Það er auðvitað gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum en verra að skólinn hafi ekki gert þá læsa þeim til gagns. Það er engin lausn fólgin í því að staga í götin hvað þá skera heilt kennsluár ofan af framhaldsskólanum án þess að taka allt menntakerfið til rækilegrar endurskoðunar. Það gerist ekki í einu vetfangi. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í að semja við kennara, koma skólastarfinu aftur í gang og taka síðan til við endurskoðun og endurnýjun menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar eru í verkfalli. Krafa þeirra um launaleiðréttingu til jafns við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir er sanngjörn. En launamál kennara eru bara einn angi af langvarandi og víðtækum vanda menntakerfisins í heild. Þann heildstæða vanda þyrfti að greina og finna ásættanlega lausn á. Kennarar hafa í áranna rás verið ötulir við að benda á vandann og stinga upp á kerfisbreytingum en um það virðist ríkja mikil tregða. Íslenska menntakerfið er í kreppu. Samkvæmt lögum erum við með grunnskóla án aðgreiningar og framhaldsskóla fyrir alla. Þetta er falleg hugmyndafræði og hæpið að vera henni mótfallinn. Hins vegar verður að velta því fyrir sér hvort þessi hugmyndafræði virki sem skyldi í framkvæmd. Hefur okkur farnast vel? Ekki miðað við PISA-kannanir og ekki miðað við brottfall í framhaldsskólum. Kennarar kvarta því þeir virðast ekki í stakk búnir til að takast á við alla nemendaflóruna. Uppskrift að fyrirmyndarskóla verður seint til. Skólastarf er þess eðlis að það á að vera í stöðugri þróun. Vandi menntakerfisins felst að miklu leyti í því að okkur hefur mistekist að raungera hugmyndafræðina. Það þarf að skilgreina betur hlutverk og markmið skólastarfsins og hlutverk kennarans. Á skólinn að vera fræðslustofnun, uppeldisstofnun, félagslegt úrræði eða kannski allt þetta í senn? Hvert er þá hlutverk kennarans? Á hann að vera uppfræðari, uppalandi, sérfræðingur í alls konar röskunum, námslegum jafnt sem persónulegum eða allt þetta í senn? Hvernig skóla viljum við hafa og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Þetta eru lykilspurningar sem verður að svara áður en lengra er haldið.Samfella í náminu Brottfall í framhaldsskólum er stór og dýr meinsemd. Ástæður þess eru margvíslegar. Ein er sú að nemendur flæða viðstöðulítið gegnum grunnskólann og inn í framhaldsskólann án þess að þurfa að ná fyrirframsettum, ákveðnum námsmarkmiðum. Margir nemendur koma því illa undirbúnir í framhaldsskólann eftir tíu ára setu í grunnskóla og ráða hvorki við námsefnið né námskröfurnar. Þeir flosna upp frá námi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að koma ætti á áfangakerfi í tveim síðustu bekkjum grunnskólans með sömu námskröfum og gilda í framhaldsskólanum og tengja þannig saman skólastigin tvö, gera skilin milli þeirra fljótandi og skapa samfellu í náminu. Þá þyrfti ekki að skerða nám í framhaldsskólanum um eitt ár. Það þarf að auka veg starfsmenntunar, verknáms og listnáms jafnhliða bóknáminu sem er alltof fyrirferðarmikið í framhaldsskólanum og hentar alls ekki öllum. Styttri námsbrautir eiga líka fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Að mínu mati liggur stór vandi menntakerfisins m.a. í því að skólanum hefur verið ætlað of margþætt hlutverk. Það þyrfti að skilgreina hlutverk hans og kennarans betur. Skólinn þyrfti að vera óragari við meiri niðurhólfun þannig að allir fengju nám við hæfi og getu samkvæmt gildandi hugmyndafræði. Það þyrfti að láta af pólitískri rétthugsun og misskildu jafnréttissjónarmiði sem hefur verið mikill dragbítur á allt skólastarf alltof lengi. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Mér hefur lengi fundist að nauðsynlegt væri að umbylta öllu kerfinu innan frá, stokka upp, endurskoða markmiðin, hlutverkið, inntakið og leiðirnar. Það er auðvitað gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum en verra að skólinn hafi ekki gert þá læsa þeim til gagns. Það er engin lausn fólgin í því að staga í götin hvað þá skera heilt kennsluár ofan af framhaldsskólanum án þess að taka allt menntakerfið til rækilegrar endurskoðunar. Það gerist ekki í einu vetfangi. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í að semja við kennara, koma skólastarfinu aftur í gang og taka síðan til við endurskoðun og endurnýjun menntakerfisins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun