Innlent

Skorar á mennta- og fjármálaráðherra að liðka til

Heimir Már Pétursson skrifar
Vísir/GVA/Heiða
Heldur hefur miðað í samkomulagsátt í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins á samningafundum sem staðið hafa alla helgina í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður samninganefndar kennara sagði síðdegis að þó sé nánast ekkert farið að ræða launaliðinn sjálfan sem mestar deilur standa um. Hún skorar á menntamálaráðherra og fjármálaráðherra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka til fyrir samningum.

Á morgun eru tvær vikur frá því að verkfall hófst og vonast Aðalheiður til að samningar náist í þessari viku, en þó sé ljóst að enginn kennsla fari fram í framhaldsskólunum á morgun.


Tengdar fréttir

Lítið miðar í kjaradeilu kennara

Unnið er að kjarasamningsákvæðum sem tengjast vinnutíma og innleiðingu á nýjum framhaldsskólalögum sem felur meðal annars í sér lengingu á skólaárinu og upptöku á nýrri framhaldsskólaeiningu.

Hafa sýslað ýmislegt í verkfallinu

"Það er svolítil grunnskólastemning í þessu og það er allt í lagi í smá stund,“ sagði Benedikt Guðmundsson, 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Óttast að verkfall dragist á langinn

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina.

Kjaradeila kennara enn óleyst

Fjórði dagur verkfalls framhaldsskólakennara er í dag og lauk fundi samninganefndar ríkisins og Félagsfundi framhaldsskólakennara um kvöldmatarleyti í kvöld, aftur án niðurstöðu.

Kennarar funda enn

Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi.

Metum kennara að verðleikum

Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×