Fórnarkostnaður framhaldsskólakennara Sigríður Helga Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2014 07:00 Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari. Það hafði lengi blundað í mér að feta þá braut og á þessum tímapunkti í lífi mínu fannst mér það hin eina rétta ákvörðun, þrátt fyrir að þá væri hið fræga hrun skollið á. Ég eyddi því heilu ári til viðbótar til að ná mér í kennsluréttindi með tilheyrandi fórnarkostnaði og launatapi og hóf að því loknu starf sem kennari í framhaldsskóla. Á þeim 5 árum sem liðin eru hef ég hrapað úr því að vera millistéttarmanneskja í það að vera eignalaus lágstéttarmanneskja. Ástæðan er einföld: mánaðarlaun mín fyrir fullt starf duga engan veginn til nauðsynlegrar framfærslu skv. viðmiðunarstöðlum. Þó bý ég – að því er talið er – í velferðarríki en ekki vanþróuðu ríki. Þá er ég hámenntuð, með 3 háskólagráður og 6 ára háskólanám að baki. Hvernig má þetta vera? Það er ekki nema von að maður velti því fyrir sér hvort þessi mikli fórnarkostnaður hafi verið ómaksins virði. Ég er hugvísindamanneskja, bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Ég valdi mitt fag út frá einskærum áhuga á bókmenntum, menningu og tungu hins enskumælandi heims. Ég sé það núna að það var lúxus. Ég var einfaldlega ekki þannig þenkjandi að velja mér fag út frá mögulegum framtíðartekjum. Það voru hugsanlega mistök. Eða hvað? Eitt er víst, að kennarastarfið er það mest krefjandi starf sem ég hef sinnt um ævina og hef ég þó víðtæka starfsreynslu á öðrum sviðum. Það er um leið lifandi og ögrandi starf og heldur manni stöðugt á tánum. Einnig eru það mikil forréttindi að vera með svona ungu og frjóu fólki alla daga. Nemendur mínir hafa verið mér endalaus uppspretta og hafa kennt mér margt. Ég kenni nemendum á náttúrufræðibraut sem hefur verið talsverð áskorun fyrir hugvísindamanneskju. Við hugsum ólíkt. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært af nemendum mínum er að nálgast viðfangsefnið á vísindalegan, rökfræðilegan hátt. Mæla allt með ákveðinni mælistiku og fá út einhverja fasta útkomu. Nemendur á náttúrufræðibraut lesa m.a. mikið af vísindatextum og fjallar einn kaflinn um hagfræðilegan hugsunarhátt.Dýrkeyptasta fjárfestingin Ef ég hefði lært að tileinka mér hagfræðilegan hugsunarhátt á menntaskólaaldri væri ég líklega ekki kennari í dag. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er kennarastarfið síst af öllu fjárhagslega arðbært. Sennilega væru fáir til í að skipta á aleigunni fyrir kennarastarfið. Sennilega eru fáar eða engar stéttir, aðrar en kennarastéttin, til í að vinna öll kvöld og allar helgar – launalaust – við að fara yfir próf og verkefni. Lífið er stutt og líður hratt. Líta þarf líka á þann fórnarkostnað fyrir samfélagið sem hlýst af kulnun í starfi vegna ofurálags. Af hverju er þá kennarastarfið svona vanmetið? Hvað er það við kennarastarfið sem stjórnvöld eru ekki að átta sig á? Hvaða stétt, sem krefst þriggja háskólagráða, myndi sætta sig við að vera með laun undir framfærsluviðmiðum? Má orsökina að einhverju leyti rekja til hinnar ævafornu, rómantísku mýtu að maðurinn þurfi helst að svelta til að sýna hvað í honum býr, sbr. gömlu skáldin okkar? En við lifum á öðrum tímum en þessi frægu skáld, sem sultu heilu hungri og skildu ekkert eftir sig nema ódauðleg verk. Í dag eru önnur gildi við lýði, aðrar kröfur um lágmarksviðurværi og lífsstíl. Það er sanngjörn krafa að hægt sé að lifa á launum sínum og að fólk fái greitt samkvæmt menntun og vinnuframlagi. Vegna skilningsleysis stjórnvalda fyrir kennarastarfinu stend ég nú frammi fyrir enn einum fórnarkostnaðinum, verkfalli, sem ég hef ekki valið mér. Það er því deginum ljósara að sú leið sem ég valdi fyrir 6 árum hefur reynst mér dýrkeyptasta fjárfesting sem ég hef ráðist í til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari. Það hafði lengi blundað í mér að feta þá braut og á þessum tímapunkti í lífi mínu fannst mér það hin eina rétta ákvörðun, þrátt fyrir að þá væri hið fræga hrun skollið á. Ég eyddi því heilu ári til viðbótar til að ná mér í kennsluréttindi með tilheyrandi fórnarkostnaði og launatapi og hóf að því loknu starf sem kennari í framhaldsskóla. Á þeim 5 árum sem liðin eru hef ég hrapað úr því að vera millistéttarmanneskja í það að vera eignalaus lágstéttarmanneskja. Ástæðan er einföld: mánaðarlaun mín fyrir fullt starf duga engan veginn til nauðsynlegrar framfærslu skv. viðmiðunarstöðlum. Þó bý ég – að því er talið er – í velferðarríki en ekki vanþróuðu ríki. Þá er ég hámenntuð, með 3 háskólagráður og 6 ára háskólanám að baki. Hvernig má þetta vera? Það er ekki nema von að maður velti því fyrir sér hvort þessi mikli fórnarkostnaður hafi verið ómaksins virði. Ég er hugvísindamanneskja, bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Ég valdi mitt fag út frá einskærum áhuga á bókmenntum, menningu og tungu hins enskumælandi heims. Ég sé það núna að það var lúxus. Ég var einfaldlega ekki þannig þenkjandi að velja mér fag út frá mögulegum framtíðartekjum. Það voru hugsanlega mistök. Eða hvað? Eitt er víst, að kennarastarfið er það mest krefjandi starf sem ég hef sinnt um ævina og hef ég þó víðtæka starfsreynslu á öðrum sviðum. Það er um leið lifandi og ögrandi starf og heldur manni stöðugt á tánum. Einnig eru það mikil forréttindi að vera með svona ungu og frjóu fólki alla daga. Nemendur mínir hafa verið mér endalaus uppspretta og hafa kennt mér margt. Ég kenni nemendum á náttúrufræðibraut sem hefur verið talsverð áskorun fyrir hugvísindamanneskju. Við hugsum ólíkt. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært af nemendum mínum er að nálgast viðfangsefnið á vísindalegan, rökfræðilegan hátt. Mæla allt með ákveðinni mælistiku og fá út einhverja fasta útkomu. Nemendur á náttúrufræðibraut lesa m.a. mikið af vísindatextum og fjallar einn kaflinn um hagfræðilegan hugsunarhátt.Dýrkeyptasta fjárfestingin Ef ég hefði lært að tileinka mér hagfræðilegan hugsunarhátt á menntaskólaaldri væri ég líklega ekki kennari í dag. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er kennarastarfið síst af öllu fjárhagslega arðbært. Sennilega væru fáir til í að skipta á aleigunni fyrir kennarastarfið. Sennilega eru fáar eða engar stéttir, aðrar en kennarastéttin, til í að vinna öll kvöld og allar helgar – launalaust – við að fara yfir próf og verkefni. Lífið er stutt og líður hratt. Líta þarf líka á þann fórnarkostnað fyrir samfélagið sem hlýst af kulnun í starfi vegna ofurálags. Af hverju er þá kennarastarfið svona vanmetið? Hvað er það við kennarastarfið sem stjórnvöld eru ekki að átta sig á? Hvaða stétt, sem krefst þriggja háskólagráða, myndi sætta sig við að vera með laun undir framfærsluviðmiðum? Má orsökina að einhverju leyti rekja til hinnar ævafornu, rómantísku mýtu að maðurinn þurfi helst að svelta til að sýna hvað í honum býr, sbr. gömlu skáldin okkar? En við lifum á öðrum tímum en þessi frægu skáld, sem sultu heilu hungri og skildu ekkert eftir sig nema ódauðleg verk. Í dag eru önnur gildi við lýði, aðrar kröfur um lágmarksviðurværi og lífsstíl. Það er sanngjörn krafa að hægt sé að lifa á launum sínum og að fólk fái greitt samkvæmt menntun og vinnuframlagi. Vegna skilningsleysis stjórnvalda fyrir kennarastarfinu stend ég nú frammi fyrir enn einum fórnarkostnaðinum, verkfalli, sem ég hef ekki valið mér. Það er því deginum ljósara að sú leið sem ég valdi fyrir 6 árum hefur reynst mér dýrkeyptasta fjárfesting sem ég hef ráðist í til þessa.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun