Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Smári Jökull Jónsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2025 20:00 Tveimur milljörðum verður veitt í meðferðarúrræði SÁÁ á hverju ári samkvæmt nýjum samningi, sem gildir til fjögurra ára. Vísir/Anton Brink Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Samningurinn byggir á fjórum eldri samningum og felur í sér innleiðingu nýrrar dagdeildarmeðferðar á göngudeildum, sem verður sveigjanlegri en áður hefur verið. Þetta er sagt munu bæta aðgengi að meðferð og auka jafnræði. „Þetta er tímamótasamningur. Það er í fyrsta skipti gerður einn heildarsamningur í stað fjögurra áður og hann er líka til lengri tíma en áður, til fjögurra ára. Síðast en ekki síst er verið að auka fjárveitingar til þessa samnings úr 1,5 milljörðum upp í rúmlega tvo þannig að þarna eru gríðarleg tækifæri,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra að lokinni undirritun. Þá verður fíknimóttaka SÁÁ efld með það að leiðarljósi að bæta forgangsröðun í meðferð, barna- og fjölskylduþjónusta verður efld og verður meðferð vegna spilafíknar niðurgreidd í fyrsta sinn. „Spilafíkn hefur ekki verið inni í samningunum við sjúkratryggingar áður. Við höfum veitt meðferð vegna spilafíknar í mörg, mörg ár en SÁÁ hefur bara greitt fyrir hana sjálft,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hvað þýðir þetta fyrir þá sem þurfa að leita sér þessarar hjálpar? „Það er fyrst og fremst viðurkenningin á að þetta er sjúkdómur og þetta er hluti af þeirri þjónustu sem SÁÁ býður upp á.“ Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Meðferðarheimili Fjárhættuspil Tengdar fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. 19. desember 2025 14:42 Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 17. desember 2025 09:00 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. 10. desember 2025 08:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Samningurinn byggir á fjórum eldri samningum og felur í sér innleiðingu nýrrar dagdeildarmeðferðar á göngudeildum, sem verður sveigjanlegri en áður hefur verið. Þetta er sagt munu bæta aðgengi að meðferð og auka jafnræði. „Þetta er tímamótasamningur. Það er í fyrsta skipti gerður einn heildarsamningur í stað fjögurra áður og hann er líka til lengri tíma en áður, til fjögurra ára. Síðast en ekki síst er verið að auka fjárveitingar til þessa samnings úr 1,5 milljörðum upp í rúmlega tvo þannig að þarna eru gríðarleg tækifæri,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra að lokinni undirritun. Þá verður fíknimóttaka SÁÁ efld með það að leiðarljósi að bæta forgangsröðun í meðferð, barna- og fjölskylduþjónusta verður efld og verður meðferð vegna spilafíknar niðurgreidd í fyrsta sinn. „Spilafíkn hefur ekki verið inni í samningunum við sjúkratryggingar áður. Við höfum veitt meðferð vegna spilafíknar í mörg, mörg ár en SÁÁ hefur bara greitt fyrir hana sjálft,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hvað þýðir þetta fyrir þá sem þurfa að leita sér þessarar hjálpar? „Það er fyrst og fremst viðurkenningin á að þetta er sjúkdómur og þetta er hluti af þeirri þjónustu sem SÁÁ býður upp á.“
Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Meðferðarheimili Fjárhættuspil Tengdar fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. 19. desember 2025 14:42 Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 17. desember 2025 09:00 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. 10. desember 2025 08:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. 19. desember 2025 14:42
Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 17. desember 2025 09:00
„Ég var orðinn algjörlega bugaður“ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. 10. desember 2025 08:01