Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág Snærós Sindradóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Illugi Gunnarsson ávarpaði þingið í gær og ræddi almenn sóknarfæri í menntakerfinu. Hann vill stórbæta læsi ungmenna og minnka brottfall úr framhaldsskólum. Fréttablaðið/Valli Kennaraþing Kennarasambands Íslands (KÍ) var sett á Grand Hóteli í gær. Þingið er haldið í skugga verkfalls framhaldsskólakennara sem staðið hefur yfir í á þriðju viku. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vék ekki að kjarabaráttu kennara í ræðu sinni við upphaf þings. Hann sagði að yfirstandandi samningaviðræður ættu ekki að fara fram í fjölmiðlum eða á ráðstefnu sem þessari. „Það er miklu stærra mál sem hér er verið að ræða. Hér er verið að ræða menntakerfið í heild sinni en ekki bara kjaradeiluna. Ég vil leggja áherslu á almenn atriði sem við eigum að geta náð samstöðu um. Við þurfum að bæta frammistöðu framhaldsskólanema,“ sagði hann. „Við þurfum að bæta lesskilning og starfsemina á grunnskólastiginu þar af leiðandi. Við þurfum að efla heimilin í að taka þátt í lestrarkennslu. Þetta eru mikilvæg atriði burtséð frá þeirri kjaradeilu sem nú er uppi. Umræðan um kaup og kjör núna fer fram við samningaborðið.“ Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, sagði það dapurlegt að setja Kennaraþing þegar stór hluti félagsmanna væri í verkfalli. Hann sagði að stjórnmálamönnum þætti sjálfsagt að kennarastéttin væri illa launuð og kallaði eftir auknu fjármagni til skólastarfsins. „Þróunin frá hruni hefur verið sú að kennarar dragast aftur úr. Það launaskrið sem Seðlabankinn er farinn að gera ráð fyrir í sínum viðmiðum er ekki til staðar hjá kennurum. Við erum tilbúin að setjast niður um ákveðnar kerfisbreytingar en forgangurinn er launamál og við verðum að fá botn í þau áður en við stígum í aðra vinnu.“ Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, var óánægð með að menntamálaráðherra hefði ekki talað um yfirstandandi kjaradeilu við setningu þingsins í gær. „Brýnasta verkefni menntamálaráðherra núna er að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu framhaldsskólakennara og koma skólanum til starfa á ný. Ég hef ekki séð mikið af ráðherranum tjá sig né beita sér í þessari kjaradeilu. Þó að fjármálaráðherra haldi um veskið hlýtur það að vera faglegur ráðherra menntamála sem á að knýja á um að fá fjármuni inn í sitt ráðuneyti.“ Formaður KÍ lýsti í ræðu sinni yfir áhyggjum af því að fáir sæktu í kennaranám vegna lágra launa. Laun íslenskra kennara væru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara tók undir áhyggjurnar, „Hvernig eigum við að laða að hæfa kennara til að sinna kennslu þegar framhaldsskólakennarar eru rétt hálfdrættingar í launum á við kollega sína á Norðurlöndunum? Það hefur verið bent á það í alþjóðaskýrslum að það þurfi að hækka laun íslenskra kennara til að viðhalda nýliðun í stéttinni,“ sagði Guðríður. Kennaraþing KÍ stendur yfir fram á föstudag. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Kennaraþing Kennarasambands Íslands (KÍ) var sett á Grand Hóteli í gær. Þingið er haldið í skugga verkfalls framhaldsskólakennara sem staðið hefur yfir í á þriðju viku. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vék ekki að kjarabaráttu kennara í ræðu sinni við upphaf þings. Hann sagði að yfirstandandi samningaviðræður ættu ekki að fara fram í fjölmiðlum eða á ráðstefnu sem þessari. „Það er miklu stærra mál sem hér er verið að ræða. Hér er verið að ræða menntakerfið í heild sinni en ekki bara kjaradeiluna. Ég vil leggja áherslu á almenn atriði sem við eigum að geta náð samstöðu um. Við þurfum að bæta frammistöðu framhaldsskólanema,“ sagði hann. „Við þurfum að bæta lesskilning og starfsemina á grunnskólastiginu þar af leiðandi. Við þurfum að efla heimilin í að taka þátt í lestrarkennslu. Þetta eru mikilvæg atriði burtséð frá þeirri kjaradeilu sem nú er uppi. Umræðan um kaup og kjör núna fer fram við samningaborðið.“ Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, sagði það dapurlegt að setja Kennaraþing þegar stór hluti félagsmanna væri í verkfalli. Hann sagði að stjórnmálamönnum þætti sjálfsagt að kennarastéttin væri illa launuð og kallaði eftir auknu fjármagni til skólastarfsins. „Þróunin frá hruni hefur verið sú að kennarar dragast aftur úr. Það launaskrið sem Seðlabankinn er farinn að gera ráð fyrir í sínum viðmiðum er ekki til staðar hjá kennurum. Við erum tilbúin að setjast niður um ákveðnar kerfisbreytingar en forgangurinn er launamál og við verðum að fá botn í þau áður en við stígum í aðra vinnu.“ Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, var óánægð með að menntamálaráðherra hefði ekki talað um yfirstandandi kjaradeilu við setningu þingsins í gær. „Brýnasta verkefni menntamálaráðherra núna er að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu framhaldsskólakennara og koma skólanum til starfa á ný. Ég hef ekki séð mikið af ráðherranum tjá sig né beita sér í þessari kjaradeilu. Þó að fjármálaráðherra haldi um veskið hlýtur það að vera faglegur ráðherra menntamála sem á að knýja á um að fá fjármuni inn í sitt ráðuneyti.“ Formaður KÍ lýsti í ræðu sinni yfir áhyggjum af því að fáir sæktu í kennaranám vegna lágra launa. Laun íslenskra kennara væru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara tók undir áhyggjurnar, „Hvernig eigum við að laða að hæfa kennara til að sinna kennslu þegar framhaldsskólakennarar eru rétt hálfdrættingar í launum á við kollega sína á Norðurlöndunum? Það hefur verið bent á það í alþjóðaskýrslum að það þurfi að hækka laun íslenskra kennara til að viðhalda nýliðun í stéttinni,“ sagði Guðríður. Kennaraþing KÍ stendur yfir fram á föstudag.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira