Erlent

Flakið mögulega fundið á Indlandshafi

Yfirmaður ástralska flughersins, sem fer fyrir leitinni að vélinni, segir að þetta sé besta vísbendingin hingað til.
Yfirmaður ástralska flughersins, sem fer fyrir leitinni að vélinni, segir að þetta sé besta vísbendingin hingað til. Vísir/AFP
Ástralskt herskip hefur í tvígang fundið merki af hafsbotni sem gætu verið úr flugritum farþegavélar Malaysina Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Yfirmaður ástralska flughersins, sem fer fyrir leitinni að vélinni, segir að þetta sé besta vísbendingin sem komið hafi í leitinni frá upphafi. Í annað skiptið sem skipið nam sendingarnar gat það hlustað á þær í tvær klukkustundir samfleytt.

Ástralar ítreka þó að vélin sé enn ekki fundin og enn á eftir að finna nákvæma staðsetningu merkjanna og gæti það tekið nokkra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×