Erlent

Vikulöng þjóðarsorg hafin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um 160 þúsund manns leituðu skjóls í flóttamannabúðum.
Um 160 þúsund manns leituðu skjóls í flóttamannabúðum. vísir/afp
Vikulöng þjóðarsorg hefst í Rúanda í dag til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því borgarastríð braust út með einu óhugnanlegasta þjóðarmorði 20. aldarinnar.

Forseti Rúanda, Paul Kagame, kveikir því á kyndli sem á að loga í hundrað daga, en það er jafn lengi og þjóðarmorðin stóðu yfir. BBC greinir frá.

Fjöldi alþjóðlegra leiðtoga mun leggja leið sína til landsins í vikunni og er Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á meðal þeirra. Frönsk stjórnvöld eru hætt við að senda fulltrúa sinn til Rúanda eftir að forseti Rúanda endurtók ásakanir sínar um að Frakkar hefðu tekið þátt í fjöldamorðunum. Frakkar hins vegar hafna þessum ásökunum.

Blóðbaðið í Rúanda hófst þann 7. apríl 1994 þegar flugvél forseta landsins var skotin niður. Hátt í milljón manna var drepin af öfgamönnum úr röðum Hútú á hundrað daga tímabili og yfir 250 þúsund konum var nauðgað. Morðunum lauk ekki fyrr en uppreisnarmenn undir forystu Tútsa komu yfir landamærin frá Úganda og yfirtóku höfuðborgina Kigali.

vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×