Innlent

Þátturinn í heild: Stóru málin

Eftir hrun og með tilkomu vefja eins og Airbnb.com, hafa æ fleiri íbúðaeigendur farið að leigja út húsnæði til ferðamanna. Um 180 manns eru með leyfi fyrir slíkra heimagistingu í Reykjavík í dag en vel yfir 900 íbúðir og herbergi standa ferðamönnum til boða á Airbnb, og hún er fjarri því eina síðan sem heldur utan um slíkar leigur.

Ætla má því að nokkur hluti af því húsnæði sé á svarta markaðnum. Rétt er þó að taka fram að fólki er heimilt að leigja ferðamönnum íbúðarhúsnæði í 8 nætur eða lengur án þess að sækja um leyfi.

Lóa Pind Aldísardóttir kynnti sér stöðu mála í þessum geira og ræddi síðan í sjónvarpssal við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×