Erlent

Mikilvægar kosningar í Tyrklandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Recep Tayip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Tayip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. vísir/ap
Kjörstaðir voru opnaðir í austurhluta Tyrklands í morgun. Sveitarstjórnarkosningarnar eru sagðar geta ráðið úrslitum um pólitískan feril forsætisráðherrans Recep Tayip Erdogan, en talið er að hann vilji bjóða sig fram til forseta og taka við af Abdullah Gül, samherja sínum í flokknum AKP.

Erdogan er sjálfur hvergi í framboði en hefur hann beitt sér mikið í kosningabaráttunni fyrir flokk sinn AKP.

Flokkurinn hefur frá því hann komst fyrst til valda árið 2002 aukið við fylgi sitt í hverjum kosningum og náði meira en 50 prósent atkvæða í þingkosningum árið 2011.

Erdogan er hann gagnrýndur fyrir að loka á samfélagsmiðla sem hann segir hafa verið notaðir gegn sér og til að breiða áróðri og röngum upplýsingum.  Fjölmenn mótmæli hafa verið í landinu í vetur sem beinst hafa að stjórn hans.

Fyrr í mánuðinum láku upptökur á Youtube, þar sem hægt var að hlusta á háttsetta embættismenn ræddu um hernaðarlegar aðgerðir í Sýrlandi. Ekki er enn búið að staðfesta að upptakan sé ófölsuð.


Tengdar fréttir

Vilja loka fyrir aðgang að YouTube í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld vilja loka fyrir aðgang að myndveitusíðunni YouTube í landinu og mun ástæðan vera að upptaka af öryggismálafundi stjórnvalda lak á síðuna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×