Innlent

Lokað á Youtube í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Dómstóll í Tyrklandi sagði lokun stjórnvalda á Twitter ólögmæta.
Dómstóll í Tyrklandi sagði lokun stjórnvalda á Twitter ólögmæta. Vísir/AFP
Yfirvöld í Tyrklandi hafa lokað fyrir aðgang Tyrkja að myndbandasíðunni Youtube.com. Þetta var gert degi eftir að dómstóll sagði lokun stjórnvalda að Twitter vera ólöglegt.

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, studdi bannið á Twitter og hefur sakað samskiptamiðla um að dreifa áróðri og röngum upplýsingum. Hann hefur sagt opinberlega að bannið eigi líka að eiga við Facebook.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Samskiptastofnun Tyrklands gaf út í dag um að búið væri að loka á Youtube. Þó virðist sem einhverjir íbúar komist áfram á síðuna.

 Fyrr í mánuðinum láku upptökur á Youtube, þar sem hægt var að hlusta á háttsetta embættismenn ræddu um hernaðarlegar aðgerðir í Sýrlandi. Ekki er enn búið að staðfesta að upptakan sé ófölsuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×