Innlent

Væntanlega verður skorað á Óðin

Jakob Bjarnar skrifar
Fréttamenn Ríkisútvarpsins ætla að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að Magnús Geir sagði Óðni Jónssyni upp störfum.
Fréttamenn Ríkisútvarpsins ætla að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að Magnús Geir sagði Óðni Jónssyni upp störfum.
Fréttamenn á Ríkisútvarpinu hafa boðað til fundar í kvöld þar sem til stendur að ræða kjaramál en ekki síst þá stöðu sem upp er komin nú í kjölfar þess að fréttastjóranum Óðni Jónssyni hefur verið sagt upp störfum.

Hallgrímur Indriðason er formaður Félags fréttamanna og hann segir, í samtali við Vísi, að rætt verði hvort einhver ástæða sé til að bregðast við þessari uppsögn. Fram hefur komið að uppsögnin kom flatt upp á fréttamenn. „Já, og þessi aðgerð í heild gerði það. Ekkert í spilunum sem benti til að farið yrði í þetta svona kyrfilega og svona hratt,“ segir Hallgrímur en Magnús Geir Þórðarson tilkynnti á starfsmannafundi í vikunni að öllum framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins hafi verið sagt upp störfum.“

Vísir hefur heimildir fyrir því að Óðinn njóti verulegs stuðnings meðal fréttamanna Ríkisútvarpsins og Hallgrímur metur það svo. „Það er ekki síst vegna þess að í þeim ágangi og ósanngjarnri gagnrýni sem á okkur hefur dunið hefur hann staðið mjög þétt við bakið á okkur.“

Í ljósi þess má ætla að fréttamenn muni álykta og skora á Óðin að sækja um starfið á ný. „Það verður örugglega rætt,“ segir Hallgrímur.


Tengdar fréttir

Magnús Geir ætlar sér að standast pólitískan þrýsting

Í viðtali við nýjan útvarpsstjóra kemur fram að hann ætlar að snúa taprekstri Ríkisútvarpsins við, hann vill losna við Útvarpshúsið úr rekstrinum og telur að stofnunin hafi mátt sitja undir gagnrýni sem er alveg út í hött.

Neyðarfundur í Efstaleitinu

Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×