Innlent

Ungur maður játar ránið í Dalsnesti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/TEITUR/SKJÁSKOT
Vopnað rán sem framið var í versluninni Dalsnesti 10. mars síðastliðinn er nú upplýst. Að sögn lögreglunnar hefur ungur maður verið handtekinn og játaði brot sitt.

„Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, sagði Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar Dalsnesti í Hafnarfirði, þegar fréttastofa hafði samband við hann stuttu eftir ránið.

Maðurinn var tekinn í skýrslutöku en var sleppt að henni lokinni og má hann eiga von á ákæru vegna ránsins.

Hann náði pening úr búðarkassanum en hvorki eigandi verslunarinnar né lögregla vilja gefa uppi hversu mikinn pening maður hafði á brott með sér. Þýfið hefur ekki fundist.


Tengdar fréttir

Myndband af ráninu í Dalsnesti

Í myndskeiðinu má sjá ræningjann, sem er um 180 sm á hæð. Hann var klæddur í hettuúlpu, ljósgráar joggingbuxur og dökka Converse-skó.

Mikið reiðufé í versluninni

Maðurinn sem rændi verslunina Dalsnesti í Hafnarfirði í gær er enn ófundinn og lögreglu hefur ekki borist neinar vísbendingar um hann. Töluvert reiðufé var í kassanum þar sem verslunin tekur ekki við greiðslukortum.

Hafði pening með sér á brott úr Dalsnesti

"Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, segir Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar Dalsnesti í Hafnarfirði, um vopnað rán í versluninni um klukkan 21 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×