Erlent

Tyrkir aftur á Twitter

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tyrknesk kona skoðar snjallsíma sinn með forsætisráðherrann á bakinu.
Tyrknesk kona skoðar snjallsíma sinn með forsætisráðherrann á bakinu. vísir/afp
Dómstólar í Ankara hafa gripið fram fyrir hendur Tayyips Erdogan, forsætisráðherra landsins, og úrskurðað Twitter-bann hans ólöglegt. Munu tyrkneskir notendur samfélagsmiðilsins því geta notað hann á ný innan skamms.

Yfirvöld fjarskipta í landinu geta áfrýjað dómsúrskurðinum, en ákveðið hefur verið að aflétta banninu tímabundið á meðan málið er í ferli.

Forsætisráðherrann hét því þann 20. mars að „útrýma“ samfélagsmiðlinum „sama hvað alþjóðasamfélaginu fyndist“ og var skrúfað fyrir skömmu síðar.

Í kjölfarið var efnt til mótmæla víðsvegar í Tyrklandi og náðu lunknir netverjar meira að segja að fara í kringum bannið með ýmsum tæknikúnstum. Þá hefur „hashtaggið“ #TwitterisblockedinTurkey náð miklum vinsældum undanfarna daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×