Erlent

Almenningur æfur yfir Twitter-banni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælum í Tyrklandi í dag.
Frá mótmælum í Tyrklandi í dag. vísir/afp
Almenningur í Tyrklandi er æfur eftir að yfirvöld í landinu létu loka fyrir samfélagsmiðilinn Twitter í gær.

Tayyip Erdogan forsætisráðherra hét því að „útrýma“ samfélagsmiðlinum í gær „sama hvað alþjóðasamfélaginu fyndist“ og var skrúfað fyrir skömmu síðar.

Fisri Isik iðnaðarráðherra segir tyrknesk stjórnvöld í viðræðum við Twitter og telur hann að banninu verði aflétt ef fyrirtækið fellst á að útnefna fulltrúa í Tyrklandi og einnig að loka fyrir ákveðið efni á miðlinum þegar dómstólar óska eftir því.

Tyrkneskir netverjar hafa þó margir hverjir náð að fara í kringum bannið með ýmsum tæknikúnstum og er „hashtaggið“ #TwitterisblockedinTurkey orðið eitt af þeim vinsælustu á Twitter í dag.

Þá hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar sagst ætla að kæra Erdogan fyrir bannið þar sem þeir telja það brjóta í bága við lög um einstaklingsfrelsi.

Twitter-færslur merktar #TwitterisblockedinTurkey



Fleiri fréttir

Sjá meira


×