Innlent

Fötluð ungmenni fá þjónustu í verkfalli kennara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Borgarráð samþykkti í dag að fela Velferðasviði Reykjavíkurborgar að útvega fötluðum framhaldsskólanemum aukna þjónustu á skólatíma á meðan verkfalli stendur.

 

Viðvera í frístundum fatlaðra lengist og allir þeir sem hingað til hafa sótt frístundir hjá ÍTR geta nýtt sér þessi úrræði. Frístundarúrræði verða í boði eftir helgi og skammtímavistunarúrræði hefjast strax.

 

Frístundarúrræðin munu að öllum líkindum snerta um þrjátíu ungmenni og skammtímavistunarúrræði munu snerta um tuttugu.

Fjölmargir fatlaðir nemendur og foreldrar þeirra hafa verið í vandræðum vegna raskana sem verkfallið hefur haft á þeirra daglega líf. Undanþágubeiðnir sem sendar voru til undanþágunefndar var öllum synjað og fór málið því á borð borgarráðs.

 

Kostnaður við verkefnið verður á aðra milljón króna á viku.




Tengdar fréttir

„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“

Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×