Erlent

Vilja loka fyrir aðgang að YouTube í Tyrklandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ahmet Davutoglu
Ahmet Davutoglu visir/getty
Tyrknesk stjórnvöld vilja loka fyrir aðgang að myndveitusíðunni YouTube í landinu og mun ástæðan vera að upptaka af öryggismálafundi stjórnvalda lak á síðuna í dag.

Á umræddri upptöku má sjá samtal milli Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, yfirmann leyniþjónustu Tyrklands og hershöfðingja í landinu þar sem þeir ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Sýrlandi.

Davutoglu hefur tjáð sig um málið og heldur hann því fram að slík tölvuárás á tyrkneska ríkið jafngildi því að lýsa yfir stríði gegn Tyrkjum.

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, bannaði notkun á samskiptamiðlinum Twitter í síðustu viku en banninu var aflétt í gær.

Hér að neðan má sjá umrætt myndskeið sem lak á síðu YouTube í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×