Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 19:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjá meira
Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjá meira