Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 19:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Sjá meira
Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Sjá meira