Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. mars 2014 16:47 Eigendur KronKron eru þau Hugrún og Magni. Sunna skrifaði blogg í gær sem hefur vakið talsverða athygli. VÍSIR/ANTON/EINKASAFN „Þessar fáu og góðu stundir sem ég hef átt í KronKron hafa nú fallið í skugga skammarlegra lágra launa sem mér buðust fyrir starfið,“ skrifar Sunna Siggeirsdóttir, 23 ára kona sem réð sig til afgreiðslustarfa hjá versluninni KronKron. „Þegar ég var ráðin var jafnaðarkaup í boði og mér var sagt að það myndi jafnast út því það væri jafnvægi þarna á milli,“ sagði Sunna þegar fréttastofa hafði samband við hana í dag. Launin sem Sunnu voru boðin voru 1285 krónur á tímann plús 100 krónur í fatastyrk. Lágmarkslaun fyrir dagvinnu fyrir þá sem eru eldri en 22 ára eru samkvæmt taxta VR 1275 krónur á tímann. Fyrir kvöld- og helgarvaktir á samkvæmt taxtanum að greiða 40 prósent álag á þá upphæð sem gera 1786 krónur á tímann. „Ég er í fæðingarorlofi og ætlaði að vera þarna seinni partinn á daginn og um helgar. Það var rætt um það að ef vel myndi ganga fengi ég að vera í sumar og þá hefði ég væntanlega verið í dagvinnu líka. Þetta var auðvitað ekkert fast í hendi og bara gefið í skyn,“ segir Sunna. Sunna sætti sig ekki við að fá 1285 krónur á tímann um helgar. „Það er tíkalli yfir lágmarkslaun í dagvinnu en ég var ekki að vinna dagvinnu. Ég hefði átt að fá 1786 krónur á tímann og þarna munar 500 krónum,“ segir Sunna. „Þegar ég sætti mig ekki við þessi laun höfðu þau ekki áhuga á að hafa mig hjá sér sem starfsmann,,“ segir Sunna. „Ég var bara búin að taka nokkrar prufuvaktir þegar þetta launamál kom upp.“ Ekkert í kjarasamningum um jafnaðarkaupFrá VR fengust þær upplýsingar að það væri ekkert í kjarasamningum um að til sé jafnaðarkaup. VR er ekki hrifið af þessari hugmynd um jafnaðarkaup en vita til þess að einhver fyrirtæki greiði slík laun. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út.Fleiri hafa svipaða sögu að segja Fréttastofa hafði samband við þrjá fyrrum starfsmenn KronKron. Allar höfðu konurnar svipaða sögu að segja og Sunna. Ein sagðist hafa unnið hjá versluninni í um tvö ár og allan tímann hefði hún fengið jafnaðarkaup, þrátt fyrir að vinna aðeins um helgar eða seinni part dags og fram á kvöld. Önnur hafði unnið í fimm ár og hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þrátt fyrir að vera aldrei í dagvinnu hefði hún aðeins fengið jafnaðarkaup. Sú þriðja var einnig með jafnaðarlaun en sagðist aldrei hafa athugað með það hvort hennar laun hefðu verið rétt eða ekki. Hún hefði þó aldrei fengið greidda neina yfirvinnu þrátt fyrir að hafa unnið hana. Allar sögðu konurnar að mál Sunnu kæmi þeim ekkert á óvart. Þær væru einnig ánægðar með það hugrekki sem hún sýndi með því að koma fram með þetta. Margir starfsmannanna hefðu hagsmuna að gæta. Þær töluðu einnig allar um það að upplifun þeirra væri að það væri verið að notfæra sér það að ungt fólk væri örvæntingafullt að fá vinnu. Sérstaklega vinnu sem þessa sem eins og ein orðaði það þætti „hipp og kúl“.Út í hött að greiða hámarkstaxta „Við erum með mismunandi samninga við hvern og einn,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir, annar eigandi KronKron. Hún segir að í tilviki Sunnu hafi verið um það að ræða að hún var hjá þeim í prufu. „Þá er henni bara greitt ákveðið lágmarkskaup fyrir prufutíma.“ „Þeir sem eru í prufu fá lágmarkslaun,“ segir Hugrún og segir það út í hött að greiða hámarkstaxta fyrir fólk sem sé aðeins í prufu. Frá VR fengust þær upplýsingar um þessa fullyrðingu að engu máli skipti hvernig vinnusambandið sér. Verslanir eigi að greiða fólki eftirvinnulaun ef vinnan er unnin um kvöld eða helgar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
„Þessar fáu og góðu stundir sem ég hef átt í KronKron hafa nú fallið í skugga skammarlegra lágra launa sem mér buðust fyrir starfið,“ skrifar Sunna Siggeirsdóttir, 23 ára kona sem réð sig til afgreiðslustarfa hjá versluninni KronKron. „Þegar ég var ráðin var jafnaðarkaup í boði og mér var sagt að það myndi jafnast út því það væri jafnvægi þarna á milli,“ sagði Sunna þegar fréttastofa hafði samband við hana í dag. Launin sem Sunnu voru boðin voru 1285 krónur á tímann plús 100 krónur í fatastyrk. Lágmarkslaun fyrir dagvinnu fyrir þá sem eru eldri en 22 ára eru samkvæmt taxta VR 1275 krónur á tímann. Fyrir kvöld- og helgarvaktir á samkvæmt taxtanum að greiða 40 prósent álag á þá upphæð sem gera 1786 krónur á tímann. „Ég er í fæðingarorlofi og ætlaði að vera þarna seinni partinn á daginn og um helgar. Það var rætt um það að ef vel myndi ganga fengi ég að vera í sumar og þá hefði ég væntanlega verið í dagvinnu líka. Þetta var auðvitað ekkert fast í hendi og bara gefið í skyn,“ segir Sunna. Sunna sætti sig ekki við að fá 1285 krónur á tímann um helgar. „Það er tíkalli yfir lágmarkslaun í dagvinnu en ég var ekki að vinna dagvinnu. Ég hefði átt að fá 1786 krónur á tímann og þarna munar 500 krónum,“ segir Sunna. „Þegar ég sætti mig ekki við þessi laun höfðu þau ekki áhuga á að hafa mig hjá sér sem starfsmann,,“ segir Sunna. „Ég var bara búin að taka nokkrar prufuvaktir þegar þetta launamál kom upp.“ Ekkert í kjarasamningum um jafnaðarkaupFrá VR fengust þær upplýsingar að það væri ekkert í kjarasamningum um að til sé jafnaðarkaup. VR er ekki hrifið af þessari hugmynd um jafnaðarkaup en vita til þess að einhver fyrirtæki greiði slík laun. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út.Fleiri hafa svipaða sögu að segja Fréttastofa hafði samband við þrjá fyrrum starfsmenn KronKron. Allar höfðu konurnar svipaða sögu að segja og Sunna. Ein sagðist hafa unnið hjá versluninni í um tvö ár og allan tímann hefði hún fengið jafnaðarkaup, þrátt fyrir að vinna aðeins um helgar eða seinni part dags og fram á kvöld. Önnur hafði unnið í fimm ár og hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þrátt fyrir að vera aldrei í dagvinnu hefði hún aðeins fengið jafnaðarkaup. Sú þriðja var einnig með jafnaðarlaun en sagðist aldrei hafa athugað með það hvort hennar laun hefðu verið rétt eða ekki. Hún hefði þó aldrei fengið greidda neina yfirvinnu þrátt fyrir að hafa unnið hana. Allar sögðu konurnar að mál Sunnu kæmi þeim ekkert á óvart. Þær væru einnig ánægðar með það hugrekki sem hún sýndi með því að koma fram með þetta. Margir starfsmannanna hefðu hagsmuna að gæta. Þær töluðu einnig allar um það að upplifun þeirra væri að það væri verið að notfæra sér það að ungt fólk væri örvæntingafullt að fá vinnu. Sérstaklega vinnu sem þessa sem eins og ein orðaði það þætti „hipp og kúl“.Út í hött að greiða hámarkstaxta „Við erum með mismunandi samninga við hvern og einn,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir, annar eigandi KronKron. Hún segir að í tilviki Sunnu hafi verið um það að ræða að hún var hjá þeim í prufu. „Þá er henni bara greitt ákveðið lágmarkskaup fyrir prufutíma.“ „Þeir sem eru í prufu fá lágmarkslaun,“ segir Hugrún og segir það út í hött að greiða hámarkstaxta fyrir fólk sem sé aðeins í prufu. Frá VR fengust þær upplýsingar um þessa fullyrðingu að engu máli skipti hvernig vinnusambandið sér. Verslanir eigi að greiða fólki eftirvinnulaun ef vinnan er unnin um kvöld eða helgar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira