Hörmungasaga frá upphafi til enda Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2014 11:56 "En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. "Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. „Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni. Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni.
Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00