Hörmungasaga frá upphafi til enda Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2014 11:56 "En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. "Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. „Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni. Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni.
Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00