Erlent

Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri sameinuðu þjóðanna.
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-moon, hefur nú lagt leið sína til Rússlands þar sem hann hefur í hyggju að ræða við leiðtoga bæði Rússlands og Úkraínu í þeim tilgangi að hvetja til sátta. ITV greinir frá.

Ban Ki-moon á fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í Moskvu á morgun, en þaðan heldur hann til Kænugarðs og hittir þar fyrir þá Arsení Jatsenjúk forsætisráðherra og Olexandr Turchynov forseta Úkraínu. Á fundunum mun hann hvetja leiðtoga til að semja um frið í baráttunni um Krím-skagann.

Hann hefur lýst yfir gífurlegum áhyggjum yfir áhrifum samningsins sem Rússlandsforseti og stuðningsmenn hans á Krímskaga skrifuðu undir, sem kvað á um að Krímskagann skyldi hér eftir innlimaður í  Rússland.

Ban Ki-moon skorar á þjóðirnar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að jafna ágreininginn og komast að niðurstöðu á friðsamlegan hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.